flugfréttir

Ryanair vill panta A320neo ef verðið er hagstætt

- Færu í flota Lauda Europe en annars verður tilboði Boeing tekið

19. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:48

Airbus A320 þota í litum flugfélagsins Lauda

Ryanair íhugar að festa kaup á Airbus A320neo og Airbus A321neo þotum fyrir nýja maltneska dótturflugfélagið Lauda Europe en aðeins með þeim skilyrðum að Airbus bjóði félaginu vélarnar á mjög hagstæðum kjörum.

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segist fullviss um að Ryanair nái að gera samning við Airbus en tekur fram að flugvélaframleiðandinn evrópski verði að ná að bjóða þeim þá betri kjör en Boeing.

Ef Airbus nær ekki að bjóða Ryanair eins góð kjör og Boeing þá segir O´Leary að þeir muni þá taka því tilboði sem þeir geta fengið hjá Boeing og með því verður þá hægt að fjarlægja Airbus-þoturnar úr flugflota Lauda og Boeing-væða allan flotann með sömu flugvélategund og Ryanair.

Lauda Europe hefur í dag 34 Airbus A320 þotur í flotanum sem koma úr flota Lauda sem áður hét Laudamotion en félagið er eina dótturfélag Ryanair sem hefur ekki Boeing 737-800 þotur í flotanum.

Ryanair hefur í dag 603 þotur í flota sínum sem eru allar af gerðinni Boeing 737-800 fyrir utan eina þotu sem er af gerðinni Boeing 737-700 og hefur hún verið notuðuð í sérstöku leiguflugi í viðskiptaerindum.  fréttir af handahófi

Flybe tryggir sér pláss á Heathrow

4. maí 2021

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe hefur tryggt sér pláss á Heathrow-flugvellinum í London en nýir eigendur vinna nú að lokaundirbúningi þess að koma flugfélaginu aftur í loftið í sumar.

Tegel formlega afskráður sem flugvöllur

9. maí 2021

|

Tegel-flugvöllurinn í Berlín hefur formlega verip sviptur titlinum sem flugvöllur og er ekki lengur skilgreindur sem slíkur en um hálft er liðið frá því að flugvöllurinn hætti að þjóna flugvélum í áæ

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Horizon Air og SkyWest Panta 17 þotur frá Embraer

14. maí 2021

|

Flugfélögin Horizon Air og SkyWest Airlines hafa lagt inn pöntun til Embraer flugvélaverksmiðjanna í 17 nýjar farþegaþotur af gerðinni Embraer E175.

SAS stefnir á að hefja flug aftur til New York

14. maí 2021

|

SAS (Skandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja áætlunarflug að nýju til New York í júlí eftir meira en 16 mánaða hlé en félagið mun byrja á því að fljúga til New York frá Osló.

Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina

13. maí 2021

|

Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.

ESB samþykkir enn annan styrkinn til Alitalia

13. maí 2021

|

Evrópusambandið hefur gefið grænt ljós fyrir enn aðra fjárhagsaðstoðina til ítalska flugfélagsins Alitalia en um er að ræða styrk upp á 1.8 milljarð króna frá ríkisstjórn Ítalíu.

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið upp að nýju á hendur Airb

APS MCC námskeið kennt í fyrsta sinn á Íslandi

11. maí 2021

|

Nýlega skrifuðu Flugakademía Íslands og Focus Aero Solutions undir samstarfssamning um APS MCC (Airline Pilot Standard Multi-Crew Cooperation) námskeið. APS MCC námskeiðið verður haldið 31. maí næstko

Kokkarnir snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines

11. maí 2021

|

Matreiðslumenn, sem matreiða máltíð fyrir farþega um borð, munu snúa aftur í háloftin hjá Turkish Airlines á næstunni.

Flugstjórinn pantaði pizzur fyrir alla um borð

10. maí 2021

|

Flugstjóri einn hjá bandaríska flugfélaginu American Eagle ákvað í seinustu viku að milda biðina fyrir farþegum með því að panta pizzu fyrir alla um borð eftir að óveður hafði sett strik í reikninginn

IATA varar við því að hækka flugvallargjöld á Spáni

10. maí 2021

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað spænska flugvallarfyrirtækið AENA við því að grípa til þess ráðs að hækka flugvallargjöld en fyrirtækið hefur boðað hækkun á gjöldum á tæplega 50 flugvöl

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00