flugfréttir
Síðasta A340 fer úr flota SAS
- Síðasta Airbus A340 breiðþotan ferjuð í eyðimörkina þann 1. desemeber

„Astrid Viking“ (OY-KBM) í aðflugi að flugvellinum í Kaupmannahöfn í Danmörku
Scandinavian Airlines (SAS) mun um næstu mánaðarmót, þann 1. desember, senda síðustu Airbus A340 breiðþotuna vestur um haf í flugvélakirkjugarðinn og lýkur þar með sögu fjögurra hreyfla þotna hjá SAS.
Airbus A340 breiðþoturnar hafa verið í flota SAS í 19 ár en fyrsta þotan var afhent til félagsins í júlí árið 2001
en félagið hafði átta A340-300 breiðþotur þegar mest var.
Það er „Astrid Viking“ (OY-KBM) sem verður síðasta A340 breiðþotan til að fara úr flota SAS en hún var í litum flugfélagabandalagsins Star Alliance og var hún afhent til SAS í febrúar árið 2002.

SAS fékk sína fyrstu Airbus A340 breiðþotu afhenta í júlí árið 2001
SAS losaði sig við næstseinustu Airbus A340-300 breiðþotuna þann 17. nóvember sl. sem var „Adalstein Viking“
(OY-KBA) sem var afhent til SAS í nóvember árið 2001 en henni var flogið frá Kaupmannahöfn til Tucson í Arizona
í Bandaríkjunum og þaðan til Marana Pinal Airpark flugvélakirkjugarðsins.
Árið 2019 var SAS með fimmta stærsta Airbus A340 flugflota heims en aðeins Lufthansa, South African Airways, Ibera og íranska flugfélagið Mahan Air höfðu fleiri Airbus A340 breiðþotur í flota sínum.
SAS hefur skipt öllum Airbus A340 þotunum út fyrir nýju Airbus A350-900 þotunum og hefur félagið fengið fjórar slíkar þotur afhentar og verða fjórar til viðbótar afhentar frá Airbus til ársins 2022.


17. febrúar 2021
|
Lufthansa á nú í viðræðum bæði við Boeing og Airbus um möguleg kaup á smærri farþegaþotum þar sem flugfélagið þýska stefnir á að hætta með stórar þotur á borð við Airbus A380 og Boeing 747 vegna brey

28. desember 2020
|
Farþegaþota frá British Airways á leið frá London Heathrow til Aþenu neyddist til þess að snúa við og lenda í Zurich í Sviss á Jóladag eftir að annar flugmaðurinn um borð veiktist og missti meðvitund

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk