flugfréttir

JetBlue komið með pláss á Gatwick og Stansted

- Munu fljúga frá Boston og New York til London á næsta ári

20. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 15:01

JetBlue mun hefja áætlunarflug frá New York og Boston til London á næsta ári

Bandaríska flugfélagið jetBlue hefur tryggt sér lendingarleyfi og afgreiðslupláss á tveimur flugvöllum í London og er félagið því skrefi nær því að hefja flug yfir Atlantshafið frá Norður-Ameríku til Evrópu.

JetBlue hefur fengið leyfi til þess að fljúga til Gatwick-flugvallarins og Stansted-flugvallarins en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Airport Coordination Limited (ACL), sem sér um úthlutun á afgreiðsluplássum á flugvöllum, ætlar jetBlue að fljúga daglega á milli London Gatwick og JFK-flugvallarins í New York og tvisvar á dag á milli Boston og London Stansted.

JetBlue sótti einnig um leyfi fyrir 42 vikulegum plássum á Heathrow-flugvellinum en félaginu fékk ekki leyfi til þess en fékk úthlutað fjórtán vikulegum plássum á London Gatwick og 28 vikulegum plássum á London Stansted.

JetBlue ætlar að fljúga með farþegaþotum af gerðinni Airbus A321LR sem er langdræg útgáfa af Airbus A321neo og koma þær þotur með sæti fyrir 138 farþega.

Forsvarsmenn jetBlue stefna á að hefja áætlunarflug milli austurstrandar Bandaríkjanna og London á næsta ári. Upphaflega stóð til að fljúga fyrstu flugin yfir Atlantshafið í byrjun ársins 2021 en nú er ljóst að það mun frestast fram á sumar vegna kórónaveirufaraldursins.  fréttir af handahófi

Mitsubishi sagt ætla að setja Spacejet-þotuna á hilluna

28. október 2020

|

Sagt er að japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Heavy Industries ætli að setja nýju farþegaþotuna SpaceJet á hilluna og gera hlé á framleiðslu þotunnar vegna dræmrar eftirspurnar og ástandsins í

Cargolux skoðar möguleika á Boeing 777-300ER fraktþotu

12. nóvember 2020

|

Fraktflugfélagið Cargolux íhugar nú að festa kaup á tveimur Boeing 777-300ER fraktþotum frá fyrirtækinu Israel Aerospace Industries (IAI).

Kalitta Air pantar þrjár Boeing 777-300ERSF fraktþotur

28. október 2020

|

Fraktflugfélagið Kalitta Air hefur undirritað samning við GECAS Cargo um pöntun á þremur Boeing 777-300ERSF fraktþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

Ingibjörg Arnarsdóttir ráðin til Isavia

26. nóvember 2020

|

Ingibjörg Arnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra á nýju sameinuðu sviði fjármála og mannauðs hjá Isavia en Ingibjörg hefur mikla stjórnunarreynslu á vettvangi fjármála og mannauðs.

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

26. nóvember 2020

|

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrát

Volga-Dnepr kyrrsetur allar Antonov An-124 þoturnar

26. nóvember 2020

|

Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr hefur kyrrsett allar Antonov An-124 fraktflugvélarnar í kjölfar atviks sem átti sér stað þann 13. nóvember sl. er flugvél af þeirri gerð fór út af flugbraut í Rússlan

Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX

25. nóvember 2020

|

Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu f

Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022

25. nóvember 2020

|

Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi

24. nóvember 2020

|

Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

24. nóvember 2020

|

Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.

Alaska Airlines pantar 13 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

24. nóvember 2020

|

Alaska Airlines hefur gert samning um leigu á þrettán farþegaþotum af gerðinni Boeing 737 MAX 9.

Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg

24. nóvember 2020

|

Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00