flugfréttir
Hvetja fólk til þess að taka lestar í stað þess að fljúga

Með verkefninu „Action Agenda for Train and Aviation
Innviðaráðuneyti Hollands hefur kynnt herferð og niðurstöður úr rannsókn sem er ætlað að hvetja almenning til þess að taka lestir frekar en flug er kemur að samgöngum á styttri vegalengdum innan Evrópu til og frá Hollandi.
Verkefnið sem nefnist „Action Agenda for Train and Aviation“ er samstarfsverkefni Schiphol-flugvallarins
í Amsterdam, ProRail lestarfyrirtækisins, KLM flugfélagsins og innviðaráðuneyti Hollands
og var niðurstaða verkefnisins kynnt fyrir hollenska þinginu á dögunum.
Markmið verkefnisins er að kynna lestarsamgöngur sem hagkvæman kost fyrir ferðalög
sem eru styttri en 700 kílómetrar og kemur fram að lestar séu rökréttari valkostur
og eru nefndir sjö áfangastaðir sem sniðugra væri að ferðast til frá Amsterdam heldur
en með flugi sem eru Brussel, París, London, Frankfurt, Dusseldorf og Berlín.
Bent er á að með lestum væri einnig verið að létta á flugumferðinni yfir norðvesturhluta
Evrópu sem er eitt þéttasta flugumferðarsvæði heims og kemur fram að lestar fara á milli
Amsterdam og Parísar tólf sinnum á dag.

KLM hafði fyrir heimsfaraldurinn skipt út einu af fimm daglegum flugferðunum til Brussel fyrir lestarferð í samstarfi við lestarfyrirtækið Thalys
Þá hefur KLM Royal Dutch Airlines einnig unnið að því að fækka flugferðum í skiptum
fyrir lestarsamgöngur en flugfélagið hollenska flaug fimm sinnum á dag til Brussel fyrir
heimsfaraldurinn en dró úr tíðninni niður í fjórar flugferðir í skiptum fyrir eina aukalega
lestarferð á vegum lestarfyrirtækisins Thalys.
Þá hefur KLM verið í samstarfi við lestarfyrirtækið AirRail þar sem farþegi getur til að mynda
flogið frá Hong Kong til Brussel í gegnum Amsterdam en tekið lest í stað flugs frá Amsterdam
til Brussel.


9. janúar 2021
|
Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

16. desember 2020
|
Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

4. nóvember 2020
|
Mexíkanska flugfélagið Interjet, sem er annað stærsta flugfélagið í Mexíkó, þurfti að aflýsa öllu flugi fyrr í vikunni þar sem félagið hafði ekki efni á því að greiða fyrir þotueldsneyti.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.