flugfréttir
EASA mun aflétta flugbanni Boeing 737 MAX í janúar

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) afléttu flugbanni vegna Boeing 737 MAX þann 18. nóvember og talið er að EASA muni fylgja í kjölfarið í janúar eftir áramót
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gerir ráð fyrir því að aflétta flugbanni af Boeing 737 MAX þotunum í Evrópu í janúar eftir áramót.
Með því geta þau evrópsku flugfélög byrjað að fljúga Boeing 737 MAX þotunum á ný
og þar á meðal Icelandair en bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) afléttu flugbanninu í seinustu
viku.
„Við ákváðum gera sjálfstæða greiningu á öryggi þotunnar og við
framkvæmdum því okkar eigin skoðun og flugprófanir“, sagði Patrick Ky, yfirmaður yfir
EASA, á Paris Air Forum netráðstefnunni sem fram fór fyrir helgi.
Patrick segir að allar niðurstöður úr þessum skoðunum benda til þess að Boeing 737 MAX sé örugg til flugs og geti hún hafið farþegaflug að nýju fljótlega. - „Það er frekar líklegt að ákvörðunin verði tekin um að hún geti byrjað að fljúga aftur í janúar“, segir Patrick.
Ákvörðun EASA verður einn stærsti mælikvarðinn á öryggi Boeing 737 MAX þotunnar og er talið að flugmálayfirvöld í öðrum löndum eigi eftir að fylgja í kjölfar EASA en flugmálastofnunin ber til að mynda
ábyrgð á öllu er varðar flugöryggi er kemur að nýjum flugvélum frá Airbus.
Gert er ráð fyrir að EASA muni leggja drög að afléttingu flugbannsins á næstu dögum og opna
þá fyrir athugasemdir í 30 daga en að því loknu verður gefin út dagsetning varðandi
hvenær MAX-þoturnar fá flughæfnisvottun aftur í Evrópu.


2. janúar 2021
|
Óvenjulegt atvik átti sér stað á gamlársdag í Kólumbíu er farþegaþota flaug á lítinn loftbelg sem var fullur af áramótaskrauti sem til stóð að sleppa yfir höfuðborginni á miðnætti þegar árið 2021 gek

23. október 2020
|
Airbus hefur afhent fyrstu bandarísku Airbus A220 þotuna, sem smíðuð hefur verið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama, en það er Delta Air Lines sem tekur við þeirri þotu sem er af gerðinni A220-300.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.