flugfréttir
Hætta framleiðslu á GippsAero GA8 Airvan
- Reksturinn til sölu fyrir áhugasama en að öðru leyti hefur smíðinni verið hætt

Alls voru yfir 250 eintök smíðuð af GippsAero GA8 Airvan flugvélinni
Starfsemi flugvélaframleiðslunnar hjá GippsAero hefur verið hætt en þetta kemur fram í tilkynningu frá indverska flugvélaframleiðandanum Mahindra Aerospace.
Mahindra Aerospace keypti framleiðslu GippsAero í Ástralíu árið 2009 og segir Anish Shah, forstjóri Mahindra Group, að GippsAero sé til sölu ef það er einhver sem hefur áhuga á að kaupa framleiðsluna.
Að öðru leyti þá er búið að leggja framleiðsluna niður og eru engar pantanir inni í vélina í dag og mun fyrirtækið snúa sér að öðrum verkefnum og yfirgefa aðkomu að dótturfélaginu í Ástraíu.
Anish segir að ekki hafi verið grundvöllur til þess að smíða GA8 Airvan vélarnar áfram þar sem það eru fleiri tækifæri í framleiðslu á öðrum flugvélum innan Mahindra Group sem skila meiri tekjum.

GA8 Airvan hafa meðal annars verið vinsælar í útsýnisflugi með ferðamenn
GippsAero, sem var stofnað árið 1977, er þekktast fyrir GA8 Airvan flugvélarnar sem komu á markaðinn árið 2000 og hafa verið framleidd um 250 eintök af þeirri flugvél.
GA8 Airvan flugvélarnar, sem hefur verið vottaðar í 43 löndum, hafa verið mjög vinsælar í Ástralíu og þær meðal annars notaðar í
leiguflugi, verkflugi og eftirlitsflugi, auk þess sem þær hafa verið mikið notaðar í að fljúga með fallhlífastökkvara og ferðamenn í útsýnisflugi.


16. nóvember 2020
|
Norlandair flaug í morgun sitt fyrsta flug til Bíldudals og tók þar með formlega við keflinu af flugfélaginu Erni sem hefur flogið um árabil frá Reykjavík til Vestfjarða bæði til Bíldudals og Gjögurs.

29. desember 2020
|
Lufthansa Cargo mun á næstunni fljúga síðasta fraktflugið með hinni þriggja hreyfla fraktþotu McDonnell Douglas MD-11 og lýkur þar með 22 ára sögu þotunnar í flota félagsins.

16. desember 2020
|
Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.