flugfréttir
Hafa ekki not fyrir tvær flugstöðvar á Brandenburg
- Íhuga að loka Terminal 5 sem áður tilheyrði Schönefeld-flugvellinum

Frá Brandenburg-flugvellinum í Berlín
Stjórn Brandenburg-flugvallarins í Berlín íhugar nú að loka annarri flugstöðinni vegna þess hversu fáir farþegar fara um flugvöllinn vegna kórónaveirufaraldursins.
Um er að ræða flugstöðina Terminal 5 sem var áður hluti af Schönefeld-flugvellinum sem til stóð að nota áfram ásamt
aðalflugstöðvarbyggingunni, Terminal 1, en nú hefur komið í ljós að ekki eru not fyrir allt það gríðarlega pláss sem fylgir
því að starfrækja Terminal 5 flugstöðina á meðan farþegafjöldinn er í algjöru lágmarki.
Til stóð að hafa Terminal 5 opna áfram en Lütke Daldrup, framkvæmdarstjóri Brandenburg-flugvallarins, segir að líklega
þurfa að loka flugstöðinni fljótlega þar sem tvær flugstöðvar eru óþarfar eins og staðan er í dag.
„Vegna þess hversu hægt farþegum hefur fjölgað þá verðum við að skoða hvort það sé þörf fyrir Terminal 5 árið 2021“, segir
Daldrup en flugstöðin yrði þó allavega opin fram í mars þar sem flugfélög ná ekki að flytja sig yfir á Terminal 1 nema með fyrirvara.
Þau flugfélög sem nota Terminal 5 í dag eru Ryanair, SunExpress og Sundair en þau flugfélög færðu sig yfir á Brandenburg-flugvöllinn þegar Tegel-flugvellinum var lokað.
Staðan er því í dag að Brandenburg-flugvöllurinn er of stór er kemur að flugstöðvarbyggingum en áður en heimsfaraldurinn
skall á var talið að flugvöllurinn væri of lítill þar sem opnun vallarins hafði frestast um næstum áratug og hafði á þeim
tíma gríðarleg farþegaaukning átt sér stað í heiminum og var talið að ráðast þyrfti strax í stækkun flugvallarins um leið og
hann opnaði með stærri flugstöð.
Til stóð að opna flugstöðina Terminal 2 vorið 2021 en þau áform hafa verið sett á hilluna en með þremur flugstöðvum
getur Brandenburg-flugvöllur tekið á móti 40 milljónum farþega á ári.


3. nóvember 2020
|
Um 3.000 farþegar fóru um nýja Brandenburg-flugvöllinn sl. sunnudag, daginn eftir að völlurinn opnaði, og er gert ráð fyrir svipuðum farþegafjölda á dag í þessari viku.

28. október 2020
|
Tæplega 200 flugvellir í Evrópu eiga hættu á því að verða gjaldþrota ef ekki fer að sjá fyrir endanum á þeirri stöðu sem flugiðnaðurinn hefur verið í frá því í vor vegna COVID-19.

9. nóvember 2020
|
Lögreglan í Gvatemala kom í dag auga á flak af einkaþotu sem hafði brotlent í skóglendi nálægt landamærunum við Mexíkó.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.