flugfréttir
Nafn Air Iceland Connect gæti tekið breytingum

DeHavilland Dash 8 Q400 flugvélar frá Air Iceland Connect
Svo gæti farið að nafn flugfélagsins Air Iceland Connect verði breytt á næstunni eftir að hafa verið í notkun í 3 ár eða frá því að félagið hætti að nota nafnið Flugfélag Íslands árið 2017.
Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins kemur fram að stjórn Icelandair sé að enduskoða nafn félagsins en Icelandair tók yfir rekstur Air Iceland Connect í mars á þessu ári.
Það var þann 24. maí árið 2017 sem að Flugfélag Íslands tilkynnti um nýtt nafn og hefur nafnið „Air Iceland Connect“ lagst misjafnlega vel
í menn og var nafnið töluvert til umræðu fyrstu mánuðina eftir breytinguna.
Ástæðan fyrir nafnabreytingunni árið 2017 var sögð vera meðal annars vegna aukinna umsvifa á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna og aukið samstarf við Icelandair og þá var tvöfalt nafnakerfi félagsins kostnaðarsamt.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Alltumflug.is að ekki hafi nein ákvörðun verið tekin varðandi nafnabreytinguna eða hvort að farið verði í nafnabreytingu en það sé þó meðal þess sem verið er að skoða af þeim atriðum sem eru í vinnslu er kemur að samhæfingu starfsemi flugfélaganna tveggja.


30. nóvember 2020
|
Delta Air Lines neyddist til þess að aflýsa hundruðum flugferða yfir Þakkargjörðarhátíðina í seinustu viku vegna skorts á flugmönnum.

4. desember 2020
|
Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.

4. janúar 2021
|
Fraktflugvél af gerðinni Airbus A300-600F frá vöruflutningarisanum DHL fékk fugl í hreyfil í flugtaki í gær á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.