flugfréttir
Rannsókn sýnir fram á að heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi
- Mikið magn upplýsinga og viðstöðulaus vitund breytir mynstri heilans

Niðurstöður úr rannsókninni voru birtar þann 15. nóvember sl. á vefsíðunni PsyPost.com
Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.
Það gæti þó verið að eitthvað sé til í þessu þar sem niðurstöður rannsóknar sem fram fór í Kína sýna fram á að
heilinn í flugmönnum virkar öðruvísi en heilinn í öðru fólki.
Í rannsókninni voru meðal annars fengnir til sjálfboðaliðar sem samanstóð af hópi flugmanna og hópi
fólks sem hefur ekki flogið flugvél eða lært til flugs og voru könnuð
viðbrögð, samskipti og eiginleikar er snúa að heilanum og taugakerfinu.

Flugmenn í stjórnklefa á Airbus A320 farþegaþotu
50 manns tóku þátt í rannsókninni en af þeim voru 26 flugmenn og voru
þeir látnir meðal annars gangast undir heilaskönnun með stafrænni
segulómmyndun sem oft er notað til þess að rannsaka viðbrögð heilans
og athuga virkni taugastöðva í heilanum.
Hinir 25 þátttakendurnir var fólk sem hafði háskólagráðu af sambærilegri stærðargráðu og flugmannsnám en fjórtán af flugmönnunum, sem tóku þátt í rannsókninni, voru flugkennarar frá flugakademíu
háskólans í Kína á meðan hinir 12 flugmennirnir eru aðstoðarflugmenn hjá kínverskum
flugfélögum.
Greina öðruvísi mynstur í tengingum milli heilastöðva
Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir meðal annars fram á að heili flugmanna sýni öðruvísi
mynstur er kemur að tengingum í heilanum við framkvæmd á hugsunum og telja
þeir sem standa að rannsókninni að flugmenn hafi öðruvísi vitræna aðlögunarhæfni en
annað fólk.
„Flugið er frábrugðin öðrum starfsvettvangi. Flugmenn starfa við krefjandi aðstæður þar
sem skipst er á flóknum upplýsingum. Þeir þurfa að vera á varðbergi og huga að öllum
nauðsynlegum upplýsingum um það sem er í gangi í kringum þá og greina þýðingu
og vægi á umhverfinu hverju sinni“, segja forsvarsmenn rannsóknarinnar.

Þátttakendur í rannsókninni voru meðal annars látnir gangast undir heilamyndatöku
Vegna þess álags og þeirrar ábyrgðar sem sett er á herðar flugmanna þá telja vísindamenn að heili
flugmanna notist við öðruvísi ferli er kemur að heilaboðum við úrvinnslu á upplýsingum sem er frábrugðið
heilastarfsemi meðal þeirra sem ekki eru flugmenn.
Notast var við segulómun á sjálfboðaliðum sem er öflug myndgreiningaraðferð sem meðal annars er notuð
til þess að kanna ósjálfráð viðbrögð í heilanum og framkvæma taugavitrænar prófanir.
Í ljós kom að virkni í heila meðal flugmannanna reyndist minni í því svæði heilans sem telst til miðstjórnunarsvæðisins
á meðan aukin virkni var í tenginum á milli miðstjórnunarsvæðisins, „Salience-svæðisins“, sem stjórnar viðbrögðum við
áreiti, og sjálfgefna stillingarsvæði heilans.
Sú minni virkni, sem greindist meðal flugmanna í miðstjórnunarsvæðinu, sem tengist sjálfyfirvegun og mat á hættuástandi og ógn, bendir til þess að þetta tiltekna svæði hafi víðtækari og fjölgbreyttari virkni hjá flugmönnum og aukin tenging miðstjórnunarsvæðisins við hin tvö svæðin bendir til aukningu á vitrænni frammistöðu heilans sem flugmenn hafa þróað með sér.
Hafa þróað með sér aukna virkni í heilanum til að vinna úr upplýsingum
Í sambærilegri rannsókn sem birtist á vefsíðunni Frontiers for Nerosceince í janúar
á þessu ári kom fram að heili flugmanna sýni fram á aukna virkni innan
sjálfgefna stillingarsvæðisins í hvíldarstöðu en það svæði hefur stundum verið kallað „sjálfstýring“ heilans þar sem
það tengir saman hugsanir þegar heilinn fer á flakk og ákveðnar hugsanir sem við ráðum sjálf yfir.

Fram kemur að flugmenn notast við hugsunarferli þar sem heilinn er stanslaust að taka við flæði af skilaboðum og hafi þeir sem fljúga daglega náð að aukna virkni heilans
„Flugmenn starfa í flóknu umhverfi þar sem mikið getur verið í gangi í einu. Að fljúga er ekki beint eitthvað
sem reynir líkamlega á flugmenn en reynir mun meira á hugann þar sem hugsunin þarf að vera skýr. Flugmenn þurfa
að vera meðvitaðir um allar aðstæður í rauntíma og þurfa að vera reiðubúnir til þess að takast á við
ýmsar aðstæður sem geta komið upp á eða neyðartilfelli“, segir í rannsókninni.
„Í þessu umhverfi þurfa flugmenn að notast við hugsunarferli þar sem heilinn er stanslaust að taka við flæði af skilaboðum
sem reynir akkurat á hlutverk sjálfgefna stillingarsvæðisins. Það er mögulegt að með því að fljúga daglega hafi flugmenn náð
að auka virkni svæðisins umfram það sem eðlilegt er í heila fólks sem starfar í öðrum greinum“.
Í niðurstöðum úr hinni rannsókninni sem birt var í janúar kemur fram að flugmenn sýna fram á aukna
virkni í tengingu innan sjálfgefna stillingarsvæðisins og þær niðurstöður undirstrika hversu mikilvægt
það svæði er þegar kemur að flugi og hlutverki taugakerfisins.


3. nóvember 2020
|
Um 3.000 farþegar fóru um nýja Brandenburg-flugvöllinn sl. sunnudag, daginn eftir að völlurinn opnaði, og er gert ráð fyrir svipuðum farþegafjölda á dag í þessari viku.

1. desember 2020
|
Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna

5. nóvember 2020
|
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú starfshætti milli kanadíska flugvélaframleiðandans Bombardier og indónesíska flugfélagsins Garuda Indonesia vegna flugvélapöntunnar þar sem grunur

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.