flugfréttir
Ætla að fljúga öllum risaþotunum árið 2022
- Forstjóri Emirates er bjartsýnn á endurkomu farþegaflugs vegna bóluefnisins

Airbus A380 flugfloti Emirates á flugvellinum í Dubai
Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.
Þetta segir Tim Clark, forstjóri Emirates, sem tekur fram að hann sé mjög bjartsýnn
á horfurnar í fluginu eftir árið 2021.
„Mín skoðun er sú, og mín skoðun er alltaf mjög bjartsýn, að fyrir lok næsta rekstrarárs eða á fyrsta ársfjórðung ársins 2022, verði allar A380 risaþoturnar
okkar komnar í loftið“, segir Clark.
Emirates hefur í dag 114 Airbus A380 risaþotur en aðeins 12 af þeim eru í notkun þessa stundina á meðan 102 eru í langtímageymslu. Þá á Emirates eftir að fá átta risaþotur afhentar sem eru síðustu risaþoturnar sem Airbus mun framleiða áður en framleiðslunni lýkur formlega árið 2021.
Clark segist leyfa sér að vera bjartsýnn vegna frétta af nokkrum bóluefnum sem eru
við það að fara koma á markaðinn og telur hann að um leið og dreifing á bóluefninu
hefst að þá mun eftirspurnin koma til baka með tímanum.
Þrátt fyrir að Emirates skilaði inn fyrsta taprekstri á fyrri árshelmingi í 30 ár þá jókst fraktflug á vegum Emirates Cargo um 106% miðað við árið 2019.


11. nóvember 2020
|
Það virðast vera skiptar skoðanir með hversu langan tíma það mun taka fyrir flugiðnaðinn að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn.

23. nóvember 2020
|
Innviðaráðuneyti Hollands hefur kynnt herferð og niðurstöður úr rannsókn sem er ætlað að hvetja almenning til þess að taka lestir frekar en flug er kemur að samgöngum á styttri vegalengdum innan Evróp

19. nóvember 2020
|
Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sum flugfélög leitað ýmissa leiða til þess að auka tekjur sínar á meðan farþegaflug er í lágmarki. Sum flugfélög hafa boðið upp á útsýnisflug fyrir þá sem hafa sak

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.