flugfréttir
Brasilía afléttir flugbanni vegna 737 MAX
- Annað landið til þess að leyfa Boeing 737 MAX

Boeing 737 MAX þota frá brasilíska flugfélaginu GOL Linhas Aereas
Brasilísk flugmálayfirvöld hafa aflétt flugbanni yfir Boeing 737 MAX þotunum og er Brasilía því annað landið til að gefa aftur út flughæfnisvottun fyrir MAX þotunum á eftir Bandaríkjunum sem afléttu flugbanninu í seinustu viku.
Þetta tilkynntu flugmálayfirvöld Brasilíu (ANAC) í dag og kemur fram að ferlið hafi tekið næstum því tvö ár og hafa neyðartilmæli, sem sett voru á flughæfnisvottunina í mars í fyrra, verið afnumin sem takmörkuðu notkun vélanna í Brasilíu.
Í dag er brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aereas það eina í Brasilíu sem hefur fengið Boeing 737 MAX þoturnar afhentar en félagið hefur fengið sjö þotur og á von á 95 til viðbótar.
Flugfélagið hefur tilkynnt að það ætli að koma Boeing 737 MAX þotunum sínum í loftið innan 30 daga frá því að flugbanninu verður aflétt í Brasilíu sem þýðir að mögulega geti GOL farið að nota þoturnar aftur í kringum jólin.
Flugiðnaðurinn í Brasilíu hefur náð töluverðum bata eftir heimsfaraldurinn og er því
ekki ólíklegt að sætaframboð verði nóg þegar MAX þoturnar hjá GOL verða farnar
að fljúga aftur.


27. nóvember 2020
|
Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess a

2. nóvember 2020
|
Ríkisstjórnin í Súrínam í Suður-Ameríku ætlar að stofna sérstaka krísustjórn til þess að grípa í taumana á flugfélaginu Surinam Aiways þar sem algjört stjórnleysi ríkir innan félagsins.

29. október 2020
|
Kórónaveirufaraldurinn hefur kostað flugvélaframleiðandann Airbus um 1 milljarð evra eða sem samsvarar 165 milljörðum króna.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.