flugfréttir

Þakkargjörðarfarþegar fylla flugvelli þrátt fyrir viðvaranir

- Mesti farþegafjöldi í Bandaríkjunum frá því að faraldurinn hófst

26. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:44

Um 5 milljónir farþega hafa farið um bandaríska flugvelli sl. fimm daga vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar

Flugvellir vestanhafs hafa verið troðfullir af flugfarþegum sem hafa verið á faraldsfæti vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar og hafa um 5 milljónir farþega farið um bandaríska flugvelli á hálfri viku þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafa hvatt almenning til þess að fara varlega í ferðalög vegna Covid-19.

Þetta er einn mesti fjöldi farþega sem hefur farið í gegnum bandaríska flugvelli eftir að heimsfaraldurinn hófst en samkvæmt bandarísku samgönguöryggisstofnuninni (TSA) fóru um 3 milljónir farþega í gegnum öryggisleit í Bandaríkjunum síðustu helgi og 1.8 milljón farþega á síðustu tveimur dögum en Þakkargjörðarhátíðin er haldin í dag, 26. nóvember.

Bandaríska sóttvarnarstofnunin gaf frá sér yfirlýsingu þann 19. nóvember þar sem Bandaríkjamenn voru hvattir til þess að vera ekki að ferðast mikið um hátíðirnar til að stemma stigu við kórónaveirufaraldrinum en það hefur ekki stöðvað almenning frá því að hitta ættingja og ástvini.

Þrátt fyrir aukinn farþegafjölda þá var fjöldi farþega að þessu sinni um 50% af þeim fjölda sem ferðast með flugi yfir Þakkargjörðarhátíðina í fyrra sem bendir til þess að margir hafi ákveðið að halda sig heima.

Yfirmenn bandarísku flugfélaganna segja að fleiri hafi þó átt bókað flug en fjölmargir hafa afbókað þar sem smitum í Bandaríkjunum hefur farið fjölgandi sl. daga.  fréttir af handahófi

Norwegian mun skila yfir 70 þotum til leigusala

7. janúar 2021

|

Norwegian er byrjað að skila flugvélum til eigenda sinna sem félagið hefur haft á leigu sem er hluti af því að fækka vélunum í flotanum vegna heimsfaraldursins.

Rangar hraðaupplýsingar vegna lirfa í stemmuröri

13. nóvember 2020

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 frá Wizz Air þurfti tvisvar að hætta við flugtak á flugvellinum í Doncaster Sheffield á Englandi eftir að misvísandi upplýsingar um hraða vélarinnar gerðu vart við

Ryanair pantar 75 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX

3. desember 2020

|

Ryanair undirritaði í dag samning við Boeing um pöntun á 75 farþegaþotum til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00