flugfréttir

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

Farþegaflug yfir Atlantshafið á milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur legið í dvala sl. 8 mánuði

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lágmarki sl. 8 mánuði.

Takmarkanirnar hafa verið í gildi frá því í mars á þessu ári en með afléttingunni mun mögulega aftur komast á flugumferð á milli Norður-Ameríu og 28 Evrópulanda og þar á meðal milli Bandaríkjanna og Bretlands þar sem mesta flugumferðin hefur verið á milli yfir hafið.

Sérstök kórónuveirunefnd innan Hvíta Hússins, heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og aðrar stofnanir vestanhafs hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna um að aflétta ferðatakmörkunum en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á enn eftir að taka ákvörðun um lokaniðurstöðuna.

Fimm aðilar innan bandaríska þingsins auk yfirmanna hjá nokkrum bandarískum flugfélögum segjast hafa heimildir fyrir því að ferðatakmarkanirnar séu að taka enda mjög fljótlega.

Þessar fregnir koma á sama tíma og met hefur verið slegið í fjölda kórónaveirusmita í Bandaríkjunum en í gær greindust yfir 180.000 ný smit í landinu.

„Ráðuneytið er tilbúið að styðja þessa tillögu með því skilyrði að afléttingin verði gerð með öruggum hætti svo að alþjóðaflug geti hafist á ný til og frá Bandaríkjunum“, segir talsmaður samgönguráðuneytisins í Bandaríkjunum.

Það gæti þó sett strik í reikninginn að smitum fer nú ört fjölgandi í Evrópu og mörg lönd í álfunni gæti ekki heimilað flug til og frá Bandaríkjunum en eins og staðan er í dag.  fréttir af handahófi

Dornier 328eco kemur á markaðinn árið 2025

8. desember 2020

|

Þýski flugvélaframleiðandinn Deutsche Aircraft kynnti formlega í gær nýja kynslóð af Dornier 328 flugvélinni sem fengið hefur nafnið Dornier 328eco sem til stendur að koma með á markaðinn eftir fimm

Erlend flugfélög fylla í skarð Montenegro Airlines

30. desember 2020

|

Erlend flugfélög eru þegar farin að undirbúa sig til þess að fylla í það skarð sem flugfélagið Montenegro Airlines hefur skilið eftir sig í Svartfjallalandi.

Myndband: Fékk fugl í hreyfil í flugtaki á Schiphol

4. janúar 2021

|

Fraktflugvél af gerðinni Airbus A300-600F frá vöruflutningarisanum DHL fékk fugl í hreyfil í flugtaki í gær á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00