flugfréttir

Bandaríkin íhuga að afnema ferðatakmarkanir til Evrópu

26. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:41

Farþegaflug yfir Atlantshafið á milli Bandaríkjanna og Evrópu hefur legið í dvala sl. 8 mánuði

Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lágmarki sl. 8 mánuði.

Takmarkanirnar hafa verið í gildi frá því í mars á þessu ári en með afléttingunni mun mögulega aftur komast á flugumferð á milli Norður-Ameríu og 28 Evrópulanda og þar á meðal milli Bandaríkjanna og Bretlands þar sem mesta flugumferðin hefur verið á milli yfir hafið.

Sérstök kórónuveirunefnd innan Hvíta Hússins, heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og aðrar stofnanir vestanhafs hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna um að aflétta ferðatakmörkunum en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á enn eftir að taka ákvörðun um lokaniðurstöðuna.

Fimm aðilar innan bandaríska þingsins auk yfirmanna hjá nokkrum bandarískum flugfélögum segjast hafa heimildir fyrir því að ferðatakmarkanirnar séu að taka enda mjög fljótlega.

Þessar fregnir koma á sama tíma og met hefur verið slegið í fjölda kórónaveirusmita í Bandaríkjunum en í gær greindust yfir 180.000 ný smit í landinu.

„Ráðuneytið er tilbúið að styðja þessa tillögu með því skilyrði að afléttingin verði gerð með öruggum hætti svo að alþjóðaflug geti hafist á ný til og frá Bandaríkjunum“, segir talsmaður samgönguráðuneytisins í Bandaríkjunum.

Það gæti þó sett strik í reikninginn að smitum fer nú ört fjölgandi í Evrópu og mörg lönd í álfunni gæti ekki heimilað flug til og frá Bandaríkjunum en eins og staðan er í dag.  fréttir af handahófi

Bakslag í baráttunni fyrir tilvist flugvallarins í Santa Monica

21. október 2020

|

Annað bakslag er komið upp í baráttu flugsamfélagsins í Santa Monica í Kaliforníu við borgaryfirvöld vegna framtíðar flugvallarins í bænum eftir að dómstóll í Washington vísaði frá máli sem hefði anna

Brandenburg-flugvöllurinn tapar yfir 150 milljónum á dag

8. janúar 2021

|

Rekstaraðilar Brandenburg-flugvallarins í Berlín tapa um einni milljón evra á dag á rekstri flugvallarins sem samsvarar því að taprekstur flugvallarins nemur 156 milljónum króna á hverjum degi.

Framleiðsla á Boeing 787 í Everett mun taka enda í febrúar

28. desember 2020

|

Boeing hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Dreamliner-þotunum í Everett fyrr en áætlað var og hraða fyrir flutningi á allri starfsemi er varðar samsetningu á þotunum til verksmiðjanna í North Charle

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Eiga ekki von á fyrstu Boeing 777X fyrr en árið 2024

14. janúar 2021

|

Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

Þota rakst með hreyfil utan í snjóskafl rétt fyrir flugtak

14. janúar 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

Helmingur risaþotna Qatar Airways mun ekki fljúga aftur

13. janúar 2021

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Heathrow dettur út af topp 30 listanum yfir þá stærstu

12. janúar 2021

|

Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir

11. janúar 2021

|

Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva land

Panta tvær A330P2F fraktþotur frá Airbus

11. janúar 2021

|

Turkmenistan Airlines ætlar að leggja inn pöntun í tvær fraktútgáfur af Airbus A330-200 breiðþotunni en um er að ræða P2F-útgáfu þar sem farþegaþotu hefur verið breytt í fraktþotu.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00