flugfréttir
Þingmenn vilja stöðva útrás Wizz Air í Noregi
- Ósáttir við ofurlág fargjöld sem norsku flugfélögin ná ekki að keppa við

Í desember mun Wizz Air fljúga 12 mismunandi flugleiðir í innanlandsflugi í Noregi
Nokkrir stjórnmálamenn á norska þinginu eru ekki sáttir við innréið ungverska lágfargjaldafélagsins á innanlandsmarkaðinn í Noregi en nokkrir þingmenn ætla að leita til samkeppnisyfirvalda til þess að stemma stigu við útrás félagsins.
Wizz Air hóf í haust að fljúga á milli áfangastaða í Noregi og hefur félagið boðið upp á mjög lág fargjöld í norsku innanlandsflugi.
Knut Arild Hareide, samgönguráðherra Noregs, segir að áframhaldandi umsvif Wizz Air í Noregi
geti ekki gengið svona til lengri tíma.
Sverre Myrli hjá norska verkamannaflokknum segist vilja fá upp á borðið verkalýðsmál
sem snúa að Wizz Air er kemur að greiðslum flugmanna í lífeyrissjóði þar sem hann tekur
fram að þeir þurfa sjálfir að greiða í slíka sjóði auk veikindapeninga og hægt er að segja þeim
upp störfum fyrirvaralaust.
Þá tekur Arne Nævre hjá sósíalíska vinstriflokknum í sama streng og vill hann helst stöðva
innreið Wizz Air í norsku innanlandsflugi og spyr hann hvort að Noregur séu í þeirri stöðu að ekkert
sé hægt að gera vegna reglugerða Evrópusambandsins.
Margir stjórnmálamenn í Noregi eru ósáttir við að engin lög séu til staðar til að takmarka umsvif Wizz Air í landinu í innanlandsfluginu sem veitir Widerøe, SAS og Norwegian samkeppni
sem erfitt er að keppa við.
Á þeim forsendum stendur til að senda beiðni til samkeppnisyfirvalda um að taka málið fyrir og fara fram á að málið verið skoðað þar sem Wizz Air gæti mögulega verið að nýta sér aðstæðurnar vegna kórónaveirufaraldursins með því að undirbjóða flugfargjöld
í innanlandsflugi á meðan norsk flugfélög eru í vanda með að halda úti fullri flugáætlun.


16. desember 2020
|
Nýr galli hefur uppgötvast á Dreamliner-þotunum sem hefur orðið til þess að Boeing hefur ákveðið að framlengja skoðunum og sérstöku eftirliti sem sett var á fyrr á þessu ári vegna vegna Boeing 787 þo

2. desember 2020
|
Mikil röskun varð á áætlunarflugi um flugvöllinn í Denver í Bandaríkjunum sl. þriðjudag eftir að í ljós kom að flugumferðarstjóri á vakt var smitaður af kórónaveirunni.

21. október 2020
|
Cathay Pacific Group hefur ákveðið að leggja niður flugfélagið Cathay Dragon, systurflugfélag Cathay Pacific, auk þess sem um 5.900 starfsmönnum verður sagt upp hjá báðum flugfélögunum.

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

14. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

14. janúar 2021
|
Flugfélagið Emirates segir að svo gæti farið að félagið taki ekki við fyrstu Boeing 777X þotunni fyrr en árið 2024 en upphaflega stóð til að afhendingar á Boeing 777X þotunni myndu hefjast í fyrra.

14. janúar 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A321 rakst utan í snjóskafl er hún var að aka í átt að flugbraut fyrir flugtak á flugvellinum í borginni Srinagar í Kashmir-héraði á Indlandi í gær.

13. janúar 2021
|
Flugfélagið Qatar Airways hefur tilkynnt um að allt bendi til þess að helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum félagsins eigi ekki afturkvæmt í háloftin að loknum heimsfaraldri en fyrir áramót tal

12. janúar 2021
|
Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

12. janúar 2021
|
Flugumferð um Heathrow-flugvöllinn í London hefur dregist það mikið saman að flugvöllurinn er ekki einu sinni lengur á lista yfir 30 stærstu flugvelli heims er kemur að fjölda flugtaka og lendinga.

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.