flugfréttir

American byrjar að fljúga Boeing 737 MAX í þessari viku

- Fimm kynnisflugferðir áætlaðar í desember áður en farþegaflug hefst

30. nóvember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:46

Boeing 737 MAX þota frá American Airlines í flugtaki

American Airlines mun byrja að fljúga Boeing 737 MAX þotunum aftur á ný í fyrsta sinn í þessari viku og verður flugfélagið það fyrsta í heiminum til að fljúga þotunum eftir að þær voru kyrrsettar í mars í fyrra.

Reglubundið áætlunarflug hjá American Airlines mun hefjast þann 29. desember en félagið ætlar sér að fljúga að minnsta kosti fimm kynnisflugferðir með starfsmönnum félagsins áður en áætlunarflug hefst.

Það fyrsta er áætlað þann 3. desember og verður flogið frá Dallas-Fort Worth flugvellinum í Texas, annað er áætlað þann 8. desember frá Miami, þann 9. desember frá LaGuardia-flugvellinum í New York og annað frá LaGuardia þann 15. desember og svo það fimmta er áætlað þann 17. desember frá Miami.

Í yfirlýsingu frá American Airlines segir að til þess að tryggja að farþegar treysti því að fljúga aftur með flugvélunum ætli félagið að sjá til þess að starfsmenn félagsins treysti því áður en farþegaflug hefst.

American Airlines auk United Airlines og Southwest Airlines hafa öll tilkynnt að ef farþegar eru ekki tilbúnir að ferðast með Boeing 737 MAX þá standi þeim til boða að breyta fluginu og taka flug sem er flogið með annarri flugvélategund án breytingargjalds.  fréttir af handahófi

Fyrsta ATR 72-600F fraktflugvélin afhent til FedEx

15. desember 2020

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur fengið afhenta sína fyrstu ATR skrúfþotu sem var sérstaklega smíðuð sem fraktflugvél en fyrirtækið hefur eingöngu haft ATR flugvélar í flotanum sem var breytt

Nýtt flugfélag fær fyrstu E190 þotuna frá NAC á Írlandi

3. febrúar 2021

|

Írska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital hefur afhent fyrstu Embraer E190 þotuna til bandaríska flugfélagsins Breeze Airways.

Köttur uppgötvaðist læstur í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

8. febrúar 2021

|

Köttur uppgötvaðist í stjórnklefa á Boeing 737 þotu hjá ísraelska flugfélaginu El Al Israel Airlines á dögunum en þotan hafði verið kyrrsett frá því 24. janúar og má því áætla að kisi hafi dvalið í n

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00