flugfréttir

Fjórar breiðþotur hjá Finnair á leið í geymslu í Frakklandi

1. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:28

Airbus A330-300 breiðþota frá Finnair á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi

Finnair mun á næstunni ferja fjórar breiðþotur frá Finnlandi til suðurhluta Frakklands til að geyma þoturnar í hlýrra loftslagi en óvíst er hvenær þær koma aftur til síns heima vegna kórónaveirufaraldursins.

Breiðþoturnar fjórar, sem eru af gerðinni Airbus A330-300, verður flogið til Tarbes og verða þær settar í tímabundna geymslu þangað til að Finnair þarf aftur á þeim að halda.

Finnair hefur í dag 24 breiðþotur sem eru notaðar í langflugi en átta af þeim eru af gerðinni Airbus A330 og 16 eru nýjar þotur af gerðinni Airbus A350-900 sem Finnair mun nota í staðinn á meðan eftirspurn eftir flugi er í lágmarki.

Finnair flýgur Airbus A350 þotunum á næstum öllum flugleiðum í langflugi þar sem þær eru sparneytnari og segir Sampo Paukkeri, yfirmaður yfir viðhalds- og tæknideild Finnair, að félagið hafi of margar þotur í flotanum eins og staðan er í dag.

Airbus A330 þoturnar verða undir reglubundnu eftirliti í Tarbes auk þess sem séð verður um að þeim verður haldið við í ástandi svo hægt verði að fljúga þeim fljótlega þegar þörf krefur auk þess sem þær gangast undir reglubundna skoðun. Finnair gerir ráð fyrir að þoturnar verði í Tarbes allavega fram á vor.  fréttir af handahófi

Enn eitt flugfélagið hættir með Boeing 747

4. janúar 2021

|

Enn eitt flugfélagið hefur tilkynnt um endalok júmbó-þotunnar í farþegaflugi en taívanska flugfélagið China Airlines hefur ákveðið að hætta með Boeing 747-400 þoturnar í næsta mánuði.

Nýtt flugfélag í Noregi heitir Flyr

7. desember 2020

|

Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

Enn eitt flugfélagið hættir með Boeing 747

4. janúar 2021

|

Enn eitt flugfélagið hefur tilkynnt um endalok júmbó-þotunnar í farþegaflugi en taívanska flugfélagið China Airlines hefur ákveðið að hætta með Boeing 747-400 þoturnar í næsta mánuði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00