flugfréttir

Ný bók komin út með sögum úr fluginu

- Bókin „Sem minnir mig á það“ er sneisafull af skemmtilegum sögum eftir Atla

1. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:52

Bókin „Sem minnir mig á það - Sögur úr fluginu“ er komin út en þar hefur flugmaðurinn Atli Unnsteinsson safnað saman öllu því helsta sem hann hefur upplifað á ferlinum

Þeir sem þurfa að finna jólagjöf fyrir flugmanninn og þá sem hafa áhuga af flugi ættu ekki að lenda í vandræðum með að finna réttu gjöfina fyrir þessi jól þar sem út er komin bókin „Sem minnir mig á það - Sögur úr fluginu“.

Bókin er samansafn af sögum frá Atla Unnsteinssyni sem hefur yfir 40 ára flugferil að baki úr atvinnufluginu og má segja að ómögulegt sé að ljúka ferli upp á tæpa 20 þúsund flugtíma án þess að að það skilji eftir sig góðar sögur.

Atli hefur komið víða við í fluginu og meðal annars flogið flugvélum af gerðinni Fokker 27 Friendship, Fokker 50, Piper Navajo, Landgræðsluvélinni (DC-3), Piper Cheyenne, Douglas DC-8, Boeing 757 auk fleiri tegunda og þá hefur hann flogið víða um heiminn, allt frá afskekktum flugbrautum á Grænlandi við krefjandi aðstæður til flugvalla í Afríku þar sem styrjaldir geisuðu.

Í fréttatilkynningu kemur fram að segja má um þessa bók að hún taki allt öðruvísi á flugsögunni en hefðbundnar flugsögubækur en hér er skyggnst á bak við tjöldin og fjallað um fólkið í fluginu og fleira sem því fylgir. Þar á meðal ótal kómískar sögur þar sem margar kempur eru nafngreindar en í sumum tilfellum þótti ekki við hæfi að setja nöfn við sögurnar.

Meiri vinna en hann átti von á að skrifa bók

Atli Unnsteinsson segir ritstörfin meira mál en hann hélt, enda hafi hann oft hneykslast á listamönnum í gegnum tíðina og talið lítið mál að vinna slík störf.

„Ég hef flogið flugvélum mest alla ævi sem er nú ansi ólíkt því að sitja í rólegheitum og fullkominni kyrrð við skriftir. En viti menn, þetta er eitt það alskemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það sem ég er ánægðastur með er að sáralítið af þessu efni hefur áður komið út“, segir Atli.

Í bókinni má finna fjöldann allan af skemmtilegum sögum úr fluginu

„Eitt lítið dæmi um það var þegar ein flugfreyjan sem var aðeins of sein út í vél í Glasgow. Flugstjórinn nennti ekki að standa í þessu rugli og skildi aumingja stelpuna eftir í fjóra tíma á meðan flogið var til Köben og aftur til Glasgow“.

Atli segir að þegar kom að því að spá í mögulega útgefendur datt honum Kjartan Jónsson strax í hug enda hafa þeir oft flogið saman og samstarfið með miklum ágætum.

„Enda hefur Kjartan rekið útgáfufélagið Sökkólf um árabil. Kjartan stakk svo upp á að við fengjum Ingþór Ingólfsson, ritstjóra flugfréttavefsins Allt um flug, til að myndskreyta bókina sem reyndist snilldar hugmynd, en Ingþór hamaðist við þessa teiknivinnu í miðju flugnámi”, segir Atli sem tekur fram að þessi bók eigi svo sannarlega erindi á markaðinn fyrir alla þá sem unna skemmtilegum sögum.

Frá vinstri: Ingþór Ingólfsson sem myndskreytti bókina, Atli Unnsteinsson höfundur bókarinnar og Kjartan Jónsson útgefandi.



Forsíðukápa bókarinnar:







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga