flugfréttir
Avion Express sækir um vernd frá kröfuhöfum

Avion Express hefur höfuðstöðvar í Vilnius í Litháen
Litháenska flugvélaleigan Avion Express ætlar að sækja um einskonar gjaldþrotavernd og fara fram á að fá skjól fyrir kröfuhöfum og lánadrottnum á meðan fyrirtækið endurskipuleggur rekstur sinn vegna heimsfaraldursins.
Avion Express leigir út flugvélar og áhafnir auk þess sem fyrirtækið sér um viðhaldsskoðanir en fyrirtækið
annaðist meðal annars flugrekstur fyrir WOW air fyrstu árin og einnig leigði félagið þotur til Iceland Express á sínum tíma.
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að það hafi verið erfið ákvörðun að
fara þessa leið en jafnframt nauðsynlegt til að aðlagast breyttum
aðstæðum í flugiðnaðinum en starfsemi Avion Express mun að
öðru leyti halda áfram sem snýr að rekstrinum í Litháen.
„Heimsfaraldurinn er að verða mjög erfiður fyrir mörg fyrirtæki í flugiðnaðinum
og þar á meðal fyrir Avion Express. Við höfum farið út í ýmsar
breytingar á þessu ári og verðum að taka einu skrefi lengra og hefja
endurskipulagninu á rekstrinum en til þess að það gangi upp
verðum við að fá vernd frá kröfuhöfum“, segir Darius Kajokas,
framkvæmdarstjóri Avion Express.
Avion Express var stofnað árið 2005 í Vilnius í Litháen sem Nordic Soutions Air Services en nafn fyrirtækisins var breytt
árið 2008 í Avion Express.
Avion Express hefur í dag 21 þotu sem eru af gerðinni Airbus A320
og Airbus A321.


22. febrúar 2021
|
Atvinnutækifærum í fluginu fer fjölgandi vestanhafs og hafa atvinnuauglýsingar aukist töluvert undanfarnar vikur að sögn fyrirtæksins JSfirm.com.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

4. febrúar 2021
|
Árið 2020 mun fara í sögubækurnar sem eitt versta árið í fluginu en Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) birtu sl. mánudag tölfræði yfir farþegatölur í heiminum fyrir árið sem leið.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.