flugfréttir
Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað
- Syðri flugbrautin verður einnig tekin úr notkun sem fyrst

Terminal 5 flugstöðvarbyggingin á Brandenburg-flugvellinum
Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.
Brandenburg-flugvöllurinn, sem var formlega tekin í notkun fyrir einum mánuði síðan, eða þann 31. október síðastliðinn, hefur tvær flugstöðvarbyggingar, Terminal 1 auk Terminal 5 sem er tilheyrir Schönefeld-flugvellinum.
Til stóð að flugvöllurinn yrði starfræktur með tvær flugstöðvarbyggingar auk þess sem síðar
verður ný bygging, Terminal 2, tekin í notkun en eins og staðan er í dag eru það fáir farþegar sem fara
um Brandenburg-flugvöllinn vegna heimsfaraldursins að flugvöllurinn hefur enga þörf fyrir tvær
flugstöðvar í augnablikinu.
Terminal 5 verður lokað í eitt ár og þá stendur einnig til að loka syðri flugbrautinni eins fljótt
og mögulegt er um óákveðin tíma og mun flugvöllurinn því að eins nýta eina flugbraut í stað tveggja
en syðri brautin var opnuð þann 4. nóvember, fjórum dögum eftir að Brandenburg-flugvöllurinn var
tekinn í notkun.
Eftir að syðri flugbrautinni verður lokuð mun aðeins ein flugbraut þjóna allri Berlínarborg sem er
eitthvað sem ekki hefur gerst síðan árið 1923 þegar Tempelhof-flugvöllurinn var tekin í notkun.
„Árið 2021 verður mjög erfitt ár fyrir Brandenburg-flugvöllinn og enginn flugvöllur í Þýskalandi
mun ná að hafa fyrir rekstarkostnaði miðað við spár um farþegafjölda á næsta ári“, segir Engelbert
Lutke Daldrup, framkvæmdarstjóri flugvallarins.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær Terminal 5 flugstöðinni verður lokað en gert er ráð fyrir að það
verði gert mjög fljótlega eftir áramót og munu þau flugfélög, sem fljúga í dag um Terminal 5, fá
aðlögunartíma áður en þau færa sig yfir á Terminal 1.
Framkvæmdum við nýju flugstöðvarbygginguna, Terminal 2, er lokið og stóð til að taka hana í notkun
árið 2021 en eins og staðan er núna er óvíst hvenær hún verður tekin í notkun þar sem óvissa ríkir
um framhaldið vegna þróun heimsfaraldursins.


4. febrúar 2021
|
Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

15. janúar 2021
|
Bandarísk stjórnvöld hafa sett kínverska flugvélarframleiðandann Comac á svartan lista yfir þau kínversku kommúnistafyrirtæki sem standa í hernaðariðnaði.

13. febrúar 2021
|
Airbus hefur lokið við uppsetningu á nýjum stjórntækjum fyrir Airbus A300-600 breiðþotuna og afhent þotuna til baka til fraktflugfélagsins UPS (United Parcel Service) en þetta er í fyrsta sinn sem Ai

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.