flugfréttir

Sækja um nýtt flugrekstrarleyfi fyrir Flybe

- Einu skrefi nær því að koma Flybe aftur í loftið

3. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Flybe varð gjaldþrota í mars á þessu ári

Breska flugfélagið Flybe hefur færst einu skrefi nær því að komast aftur í loftið eftir að sótt var um flugrekstarleyfi nú dögunum en félagið varð gjaldþrota í mars á þessu ári.

Það er fjárfestingarfyrirtækið Cyrus Capital sem hefur sótt um flugrekstarleyfi en fyrirtækið var einn af stærstu hluthöfum í Flybe og keypti það eignir og markaðsímynd Flybe í haust af slitastjórn félagsins.

Þrír stærstu hluthafarnir í félaginu, Cyrus Capital, Virgin Atlantic og Stobart Aviation, gengu allir frá borðinu í vor og hættu að fjárfesta í Flybe eftir að í ljós kom að ekki var hægt að sannfæra stjórnvöld um endurreisnaráætlanir fyrir félagið í von um að fá fjármagn upp á 16 milljarða króna inn í reksturinn sem endaði með gjaldþroti.

Eftir að Cyrus Capital ákvað að gera tilraun til þess að koma félaginu aftur í loftið var fyrirtækið Thyme Opco stofnað í þeim tilgangi að endurreisa Flybe.

„Flugfélagið er ekki bara velþekkt í Bretlandi heldur var það einnig stærsta svæðisflugfélag í Evrópu þannig að við munum byrja smátt en ætlum okkur að koma aftur á sterkum flugsamgöngum og skapa fjölda starfa í flugiðnaðinum“, segir talsmaður félagsins.

Flybe var eitt af stærstu lágfargjaldafélögum Evrópu og ferðuðust um 9 milljónir farþega með félaginu á ári milli 80 flugvalla á Bretlandi og í Evrópu og hafði félagið 40% markaðshlutdeild í innanlandsflug á Bretlandseyjum.  fréttir af handahófi

Virgin Orbit sendi eldflaug út í geim frá júmbó-þotu

18. janúar 2021

|

Virgin Orbit, fyrirtæki í eigu milljarðamæringsins Richard Branson, tókst í gær að skjóta eldflauginni LauncherOne á loft út í geim frá júmbó-þotu af gerðinni Boeing 747-400 sem flaug með eldflaugina

Starfsmenn fá bónusgreiðslur þrátt fyrir gríðarlegt tap

3. febrúar 2021

|

Þrátt fyrir að árið 2020 hafi verið mjög erfitt ár hjá Boeing þá segir flugvélaframleiðandinn að starfsmenn fyrirtækisins munu samt sem áður fá bónusgreiðslur greiddar út í mars.

Hundraðasta Pilatus PC-24 þotan afhent

5. janúar 2021

|

Svissneski flugvélaframleiðandinn Pilatus Aircraft hefur afhent hundruðustu Pilatus PC-24 flugvélina en innan við þrjú ár eru síðan að sú fyrst var afhent árið 2018.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00