flugfréttir
150 milljarða króna tap hjá SAS
- Sjá fram á að eftirspurnin verði komin í þokkalegt horf árið 2022

Taprekstur SAS árið 2020 nam 150 milljörðum króna samanborið við 11 milljarða króna hagnað í fyrra
SAS (Scandinavian Airlines) tilkynnti í dag um afkomu félagsins eftir rekstrarárið 2020 sem nær frá nóvember 2019 til október 2020 og varð alls 150 milljarða króna tap á rekstri félagsins á því tímabili.
Til samanburðar þá varð 11 milljarða króna hagnaður á rekstri SAS á fjármálaárinu þar á undan árið 2019
en tapreksturinn í ár má að mesta rekja til kórónaveirufaraldursins.
„Afkoma félagins á öllum ársfjórðungum í ár varð verulega fyrir áhrifum af faraldrinum og verulega
dró úr eftirspurn eftir farmiðum í sumar. Þá olli fjölgun smita í Evrópu í haust því að eftirspurnin
hélt áfram að vera í lágmarki“, segir Rickard Gustafson, framkvæmdarstjóri SAS.
SAS hafði dregið úr sætaframboði í október sem nemur 40% af upphaflegri flugáætlun þar sem 65 prósent
af þeim svæðum sem SAS flýgur til eru með strangar ferðatakmarkanir í gildi.
Flugfélagið hefur einnig varið verulegum fjárhæðum í að endugreiða farþegum þá farmiða sem þeir
höfðu bókað og þann 1. desember sl. átti félagið enn eftir að endugreiða farmiða upp á 13 milljarða króna.
Til að styrkja lausafjárstöðu SAS hefur félagið tekið úr umferð 21 flugvél sem fara fyrr út flotanum
en gert var ráð fyrir auk þess sem félagið hefur samið við Airbus um að fresta afhendingum á átta
Airbus A320neo þotum og tveimur Airbus A350-900 breiðþotum.
Gustafson tekur fram að SAS búi sig nú fyrir mjög krefjandi tíma fyrir árið 2021 en vonir séu bundnar
við að dreifing bóluefnis eigi eftir að verða til þess að eftirspurn eftir flugi fari að aukast á ný á síðari hluta ársins.
„Þegar árið 2022 gengur í garð þá ætti eftirspurnin að fara að ná svipuðum hæðum og hún var áður en heimsfaraldurinn skall á. Kannski ekki alveg sú sama en sennilega næstum því“, segir Gustafson.


23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

8. febrúar 2021
|
Eldur kom upp í einkaþotu eftir að hún lenti með hjólastellið uppi í París í Frakklandi í morgun.

20. febrúar 2021
|
Fyrirtækið International Bureau of Aviation (IBA) hefur gert úttekt á almennu verðgildi á farþegaflugvélum þar sem meðal annars kemur fram að verð á risaþotunni hefur minnkað um næstum því helming sé

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu