flugfréttir

Flaug sitt eigið flug samtímis í flughermi um borð í flugi

- Lét drauminn verða að veruleika að fljúga í flughermi í farþegaflugi

3. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 23:06

Flughermaflugið hjá Rami fylgdi mjög nákvæmlega eftir fluginu sem hann var farþegi um borð í alla leiðina til Amsterdam

Flughermasamfélagið stækkar ört og daglega fjölgar þeim einstaklingum í heiminum sem fljúga flugvélum án þess að fara út úr húsi.

Rekja má töluverða fjölgun í ár með tilkomu flughermisins Flight Simulator 2020 sem Microsoft kom formlega með á markaðinn í ágúst á þessu ári og þykir hann einn nákvæmasti flughermir sem til er í dag er kemur að grafík og raunveruleika en þá hefur flughermirinn X-Plane einnig notið mikilla vinsælda.

Meðal þess sem fjölmargir flughermaflugmenn stunda er að fljúga áætlunarflug í rauntíma sem flogið er á sama tíma og áætlunarflug hjá tilteknu flugfélagi og má skoða meðal annars nákvæmnina með að bera saman ratsjársíðuna Flightradar24 og flughermaratsjársíðuna VATSIM sem er sýndareveruleikasamfélag þeirra sem fljúga í gegnum Netið.

Bæði flugin í aðfluginu að Schiphol-flugvellinum í Amsterdam
á sama tíma

Einn flughermaflugmaður ákvað að taka „delluskapinn“ upp á næsta stig er hann flaug yfir Atlantshafið í „alvöru flugi“ og flaug svo sama flugið og hann var að taka samtímis í fartölvu í gluggasætinu.

Rami Ismail, sem starfar sem tölvuleikjaforritari, segist lengi hafa langað til þess að fljúga áætlunarflug í flughermi í fartölvu á meðan hann er farþegi í sama flugi í raunveruleikanum.

„Ég er alveg ótrúlega, ótrúlega spenntur fyrir því að loksins er ég að prófa þetta. Það er komin tími til að fljúga í Flight Simulator um borð í flugvél“, skrifaði Rami inn á Twitter-síðuna sína í gær.

Þegar Rami var búinn að koma sér fyrir um borð í beiðþotu frá KLM á flugvellinum í Montréal, tók hann upp fartölvuna sína og setti upp flugið í Flight Simulator fyrir brottför til Amsterdam.

Rami var svo tilbúin í brautarstöðu í Flight Simulator og um leið og flugvélin, sem hann var farþegi um borð í hóf flugtak, gerði hann það líka. Því næst uppfærði hann stöðuna nokkrum sinnum á Twitter til þess að sýna fylgjendum sínum hversu nákvæm flugin tvö voru.

Skjáskot úr Microsoft Flight Simulator 2020 flugherminum

Að meðaltali var flughermaflugið um sex mínútum á eftir áætlun á leiðinni yfir Atlantshafið og komu bæði flugin að ströndum Írlands á sama tíma og hófu lækkun á mjög svipuðum tíma. Skömmu síðar tók Rami fram úr sjálfum sér og lenti hann í flugherminum á Schiphol-flugvellinum 4 mínútum á undan raunverulega fluginu.

„Hermirinn var 4 mínútum á undan. Veðrið var nákvæmlega eins og skýin líka, birtan alveg nákvæmlega sú sama og stjörnurnar. Tryllt. Algjörlega magnað“, skrifaði Rami.  fréttir af handahófi

EASA gefur út leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi drónaatvik

8. mars 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér leiðbeiningar fyrir flugvelli varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til ef upp koma atvik þar sem drónum er flogið nálægt flugvöllum svo að hætta s

Síðasta júmbó-þotan yfirgefur flota Wamos Air

31. mars 2021

|

Spænska flugfélagið Wamos Air er formlega hætt með júmbó-þoturnar í flotanum en félagið hefur losað við síðustu Boeing 747 þotuna.

Norwegian sækir um að segja upp leigu á 36 þotum

31. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur sótt um leyfi til dómstóla á Írlandi um að fá að slíta leigusamningum á 36 þotum sem allar eru í eigu írskra flugvélaleigufyrirtækja.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00