flugfréttir
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS

Kjartan Briem mun taka yfir framkvæmdarstjórastöðu hjá Isavia ANS þann 1. janúar næstkomandi
Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi.
Kjartan hefur langa reynslu af alþjóðlegum samskiptum, og hefur unnið á fjarskiptamarkaðnum á Íslandi í yfir 20 ár, lengst af sem stjórnandi á tæknisviði og nú síðast sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á Íslandi.
Kjartan er með M.Sc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) með áherslu á fjarskipti.
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra skylda starfsemi.
„Ég er afskaplega ánægð með að fá Kjartan í stjórnendateymi Isavia ANS,“ segir Elín Árnadóttir, stjórnarformaður félagsins. „Við í stjórn félagsins teljum að stjórnendareynsla hans og tækniþekking muni gagnast Isavia ANS vel og bjóðum við Kjartan velkominn til starfa.“


16. febrúar 2021
|
Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að rífa niður í brotajárn eina af þeim Airbus A319 þotum sem félagið hefur í flota sínum.

9. febrúar 2021
|
Air Canada hefur ákveðið að fella niður tímabundið allt áætlunarflug til 17 áfangastaða í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og í Suður-Ameríku.

28. desember 2020
|
Flugráðgjafarfyrirtækið ASM hefur verið fengið til þess að aðstoða við hönnun leiðarkerfis, áætlunargerð og stefnumótun í flugsamgöngum til og frá Grænlandi til næstu ára.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk