flugfréttir

Nýtt flugfélag í Noregi heitir Flyr

- Stefna á áætlunarflug á fyrri árshelmingi næsta árs

7. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:53

Flyr mun einblína á að öll farmiðakaup fari fram í gegnum snjallforrit til að einfalda rekstur félagsins

Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

Nafn flugfélagsins er „Flyr“ og á bakvið flugfélagið stendur Erik Braathens, barnabarn Ludvig G. Braathens, sem stofnaði norska flugfélagið Braathens árið 1946 en það flugfélag var eitt af stærstu flugfélögunum í Noregi en var að lokum selt til SAS árið 2001.

Flyr ætlar sér að einblína bæði á innanlandsflug í Noregi auk þess sem félagið ætlar að sinna flugi til áfangastaða í Evópu.

Flugfélagið hefur kynnt merki félagsins og sett vefsíðu félagsins í loftið og ætlar Flyr að hefja áætlunarflug á fyrri árshelmingi næsta árs en sala á farmiðum er ekki hafin.

Stjórn Flyr samastendur af nokkrum reynsluboltum úr norska flugiðnaðinum en auk Erik Braathens þá verður Tonje Wikstrøm Frislid framkvæmdarstjóri félagsins en hún var varaformaður í stjórn Norwegian. Aðrir í stjórn Flyr eru Peer Bratlie sem kemur frá Norwegian, Bjørn Erik Barman-Jenssen sem einnig kemur frá Norwegian, Thomas Ramdahl sem starfaði sem markaðsstjóri hjá Norwegian og Eline Sophie Skogen sem verður viðskiptastjóri félagsins.

Lykilstarfsmenn nýja flugfélagsins Flyr á Gardermoen-flugvellinum í Osló í Noregi

Flyr ætlar eingöngu að verða með norskt starfsfólk og hafa nú þegar 30 starfsmenn verið ráðnir til félagsins sem vinna að því að koma Flyr í loftið þessa daganna og ætlar félagið að byrja með fjórar meðalstórar farþegaþotur.

Félagið ætlar sér að notfæra sér snjalltæknina og verður eingöngu hægt að bóka flug á Netinu og með snjallforriti og mun öll farþegaþjónusta fara í gegnum appið á borð við breytingar á farmiðum, aukaþjónusta, bókun á farangri og annarri þjónustu.

Ekki hefur verið gefið upp neitt varðandi leiðarkerfi félagsins en í yfirlýsingu frá Flyr kemur fram að félagið ætli sér að fljúga milli áfangastaða í Noregi til velþekktrar borga í Evrópu.  fréttir af handahófi

Norwegian sækir um að segja upp leigu á 36 þotum

31. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur sótt um leyfi til dómstóla á Írlandi um að fá að slíta leigusamningum á 36 þotum sem allar eru í eigu írskra flugvélaleigufyrirtækja.

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00