flugfréttir
Nýtt flugfélag í Noregi heitir Flyr
- Stefna á áætlunarflug á fyrri árshelmingi næsta árs

Flyr mun einblína á að öll farmiðakaup fari fram í gegnum snjallforrit til að einfalda rekstur félagsins
Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.
Nafn flugfélagsins er „Flyr“ og á bakvið flugfélagið stendur Erik Braathens, barnabarn Ludvig G. Braathens,
sem stofnaði norska flugfélagið Braathens árið 1946 en það flugfélag var eitt af stærstu flugfélögunum
í Noregi en var að lokum selt til SAS árið 2001.
Flyr ætlar sér að einblína bæði á innanlandsflug í Noregi auk þess sem félagið ætlar að sinna flugi til áfangastaða í Evópu.
Flugfélagið hefur kynnt merki félagsins og sett vefsíðu félagsins í loftið og ætlar Flyr að hefja áætlunarflug á fyrri árshelmingi næsta árs en sala á farmiðum er ekki hafin.
Stjórn Flyr samastendur af nokkrum reynsluboltum úr norska flugiðnaðinum en auk Erik Braathens
þá verður Tonje Wikstrøm Frislid framkvæmdarstjóri félagsins en hún var varaformaður í stjórn Norwegian. Aðrir
í stjórn Flyr eru Peer Bratlie sem kemur frá Norwegian, Bjørn Erik Barman-Jenssen sem einnig kemur
frá Norwegian, Thomas Ramdahl sem starfaði sem markaðsstjóri hjá Norwegian og
Eline Sophie Skogen sem verður viðskiptastjóri félagsins.

Lykilstarfsmenn nýja flugfélagsins Flyr á Gardermoen-flugvellinum í Osló í Noregi
Flyr ætlar eingöngu að verða með norskt starfsfólk og hafa nú þegar 30 starfsmenn verið ráðnir
til félagsins sem vinna að því að koma Flyr í loftið þessa daganna og ætlar félagið að byrja með fjórar meðalstórar farþegaþotur.
Félagið ætlar sér að notfæra sér snjalltæknina og verður eingöngu hægt að bóka flug á Netinu og með snjallforriti og mun öll farþegaþjónusta fara í gegnum appið á borð við breytingar á farmiðum, aukaþjónusta, bókun á farangri og annarri þjónustu.
Ekki hefur verið gefið upp neitt varðandi leiðarkerfi félagsins en í yfirlýsingu frá Flyr kemur fram að félagið ætli sér að fljúga milli áfangastaða í Noregi til velþekktrar borga í Evrópu.


31. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur sótt um leyfi til dómstóla á Írlandi um að fá að slíta leigusamningum á 36 þotum sem allar eru í eigu írskra flugvélaleigufyrirtækja.

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.