flugfréttir

Spá samdrætti í afhendingum á einkaþotum

- 6.362 einkaþotur afhentar á næstu 10 árum í stað 7.050

7. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:23

JetNet sér fram á að færri einkaþotur verða afhentar á næstu 10 árum en talið var í fyrra

Markaðsfyrirtækið JetNet telur að eftirspurn eftir einkaþotum á næstu árum verður ekki eins mikil og upphaflega var gert ráð fyrir en fyrirtækið hefur uppfært spá sína varðandi eftirspurn eftir einkaþotum til næstu 10 ára.

JetNet sér fram á að um 6.362 nýjar einkaþotur verði afhentar fyrir árið 2029 og verður verðmæti þeirra að andvirði 204 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 25 þúsund og 500 milljörðum króna.

Seinasta spá frá JetNet, sem gefin var út á NBAA einkaþoturáðstefnunni árið 2019, gerði ráð fyrir að 7.050 einkaþotur yrðu afhentar á næstu 10 árum en fram kemur að óvissa varðandi ferðalög vegna heimsfaraldursins sé meginorsök þess að eftirspurnin fer minnkandi.

Talið er að búið verður að afhenda 511 nýjar einkaþotur á þessu ári þegar árið 2020 verður á enda en til samanburðar voru 720 nýjar einkaþotur afhentar árið 2019 sem er samdráttur upp á 29 prósent.

Fram kemur fjórðungur af þeim einkaþotum sem verða afhentar á næstu 10 árum verða framleiddar af flugvélaframleiðandanum Cessna á meðan Gulfstream hefur 21 prósent af markaðnum.

Næst á eftir kemur Bombardier með 18% markaðshlutdeild, Embraer með 15 prósent, Dassault Falcon með 10%, Pilatus með 7 prósent og Honda Aircraft með 5 prósent.  fréttir af handahófi

Delta ætlar að endurráða 400 flugmenn fyrir sumarið

26. janúar 2021

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines er bjartsýnt á horfurnar í fluginu í ár og ætlar félagið að endurráða um 400 flugmenn fyrir sumarið.

Fyrsta áætlunarflugið vestanhafs með 737 MAX

29. desember 2020

|

Á fjórða tímanum í dag hóf sig á loft fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX þotunum í Bandaríkjunum eftir 20 mánaða hlé.

Rolls-Royce ætlar að einblína á hreyfla fyrir minni þotur

3. desember 2020

|

Breski hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að einblína á næstunni á framleiðslu á hreyflum fyrir meðalstórar flugvélar en fyrirtækið hefur sl. ár sérhæft sig í þróun og

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00