flugfréttir
Akureyrarflugvöllur vefst fyrir mörgum í flugvallargátu
- Jafnmargir hafa giskað á flugvöllinn í Entebee í Úganda

Af þeim 68 sem höfðu giskað á réttan flugvöll voru aðeins 8 með rétt svar kl. 17:14
Akureyrarflugvöllur hefur þvælst fyrir mörgum sem spreyta sig nú á flugvallargátu sem er í gangi á erlendri flugsíðu á Fésbókinni og hefur gengið erfiðlega að fá rétta svarið.
Flugvallargátan birtist á fésbókarsíðunni Aviation Study nú síðdegis með mynd af flugvellinum á Akureyri og er skrifað við myndina „Giskið á flugvöllinn“ en Aviation Study hefur yfir 325 þúsund fylgjendur sem líkar við síðuna.
Á einum klukkutíma höfðu yfir 100 manns skrifað ummæli við gátuna og þar af 68 spreytt sig á gátunni en aðeins 8 giskað á rétta svarið.
Árangurinn kemur svo sem ekkert á óvart og myndu íslenskir flugáhugamenn án efa lenda í vandræðum með að giska á ljósmynd af erlendum flugvelli miðað við þann fjölda sem til er af flugvöllum í heiminum.
Jafnmargir hafa hinsvegar giskað á flugvöllinn í borginni Entebbe í Úganda og þá hafa 5 giskað á flugvöllinn í Mahe á Seychelles-eyjum og þá fær flugvöllurinn á Gibraltar fjögur gisk.
Alls hafa 11 giskað á rétt land og nefnt Ísland en í þremur tilvikum er haldið fram að um Keflavíkurflugvöll
sé að ræða.
Meðal annara flugvalla sem giskað hefur verið á er flugvöllurinn í Nice í Frakkland, St. Barths í Karíbahafinu, Anchorage í Alaska, Dubai og Calvi á Korsíku. Þá eru margir vissir um að um flugvöll í Afríku sé að ræða þar sem er giskað einnig á Mogadishu, Jóhannesarborg, Mombasa og Egyptaland.
Hægt er að smella hér til að sjá flugvallargátuna í færslunni á Aviation Study


19. janúar 2021
|
Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

14. desember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

4. febrúar 2021
|
Stjórnvöld í Íran fara fram á að vita hver staðan er á risapöntun sem ríkisflugfélagið Iran Air lagði inn til Boeing árið 2016 í 80 þotur en pöntunin er metin á 2.159 milljarða króna.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk