flugfréttir

FAA ekki búið að ákveða hvort að flugmenn geti fengið bóluefni

- Flugmenn sem taka þátt í tilraunum með bóluefni geta misst læknisvottorðið

8. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:14

FAA ráðleggur flugmönnum frá því að þiggja bóluefni á meðan niðurstöður liggja ekki enn fyrir

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) eru nú að skoða hvort að flugmenn geti fengið þau bóluefni við kórónaveirunni sem eru við það að koma á markaðinn.

FAA segir að enn hafi ekki komið í ljós hvort að bóluefnið hafi áhrif á læknisvottorð flugmanna en fram kemur að flugmálayfirvöld séu að bíða eftir niðurstöðum frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) frá mati á neyðarleyfi sem lyfjafyrirtækið Pfizer hefur sótt um.

„Bandarísk flugmálayfirvöld fylgjast náið með þeim tilraunum sem gerðar hafa verið á bóluefninu og bíðum við eftir niðurstöðum frá nefnd sem á eftir að skila inn gögnum í næstu viku“, segir í yfirlýsingu frá FAA.

FAA segir að engin ákvörðun hafi verið tekin ennþá og stendur til að meta niðurstöður úr hverju bóluefni fyrir sig frá þeim framleiðendum sem eru að koma með bóluefni á markaðinn.

Félag bandarískra atvinnuflugmanna (ALPA) hefur hvatt þá flugmenn sem eru meðlimir í samtökunum að taka ekki þátt í þeim tilraunum sem verið er að bjóða upp á með bóluefni þar sem þeir munu sennilega missalheilbrigðisvottorðið og það í langan tíma að öllum líkindum.

Þá hafa samtök flugmanna í Kanada einnig mælt gegn því að kanadískir flugmenn séu að bretta upp ermarnar í þágu vísindanna og segir yfirmaður fluglæknasamtakanna í Kanada að þátttaka í tilraunum með bóluefni sé ekki viðeigandi er kemur að útgáfu á fluglæknavottorði.  fréttir af handahófi

Boeing 737 MAX fær að fljúga á ný í Evrópu

27. janúar 2021

|

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA), hafa gefið aftur út flughæfnisvottun fyrir Boeing 737 MAX þoturnar sem þýðir að vélarnar geta farið að fljúga aftur um evrópska lofthelgi á næstunni og hefur 22 mánað

Boeing 737 MAX fær leyfi til að fljúga aftur í Bretlandi

27. janúar 2021

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að búið sé að gefa heimild fyrir notkun Boeing 737 MAX vélanna í Bretlandi en tilkynning þess efnis kemur sama dag og EASA í Evrópu aflétti flugbanni vegn

Terminal 5 flugstöðinni á Brandenburg verður lokað

2. desember 2020

|

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín hefur staðfest að til standi að loka Terminal 5 flugstöðinni tímabundið og færa alla starfsemina yfir á Terminal 1 flugstöðina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00