flugfréttir
Dornier 328eco kemur á markaðinn árið 2025
- Deutsche Aircraft kynnir nýja kynslóð af Dornier 328 flugvélinni

Tölvugerð mynd af Dornier 328eco
Þýski flugvélaframleiðandinn Deutsche Aircraft kynnti formlega í gær nýja kynslóð af Dornier 328 flugvélinni sem fengið hefur nafnið Dornier 328eco sem til stendur að koma með á markaðinn eftir fimm ár.
Flugvélinni er ætlað að koma til móts við þá framtíðarsýn sem flugiðnaðurinn stefnir á er varðar umhverfismál og mun 328eco verða mjög umhverfisvæn, sparneytnari og afar hagkvæm flugvél í farþegaflugi.
Dornier 328eco, sem á að koma á markaðinn árið 2025, verður einum meter lengri en hefðbundnar Dornier 328 flugvélar, eða 23,3 metrar á lengd, og mun hún taka 43 farþega eða tíu fleiri farþega en Dornier 328.
Þá ætlar Deutsche Aircraft að hanna Dornier 328eco með möguleika á aðeins verður þörf fyrir einn flugmann til að fljúga vélinni (single-pilot operation) til að auka hagkvæmni á rekstri vélarinnar enn frekar.
Fram kemur að þýsk stjórnvöld hafa stutt við bakið á D328eco verkefninu og stendur til að veita áfram styrk til þróunar og framleiðslu flugvélarinnar. Þá er markmiðið að reisa verksmiðju í Leipzig þar sem lokasamsetning vélarinnar fer fram og verður takmarkið að hafa framleiðsluna
pappírslausa þar sem allar teikningar og önnur gögn til smíðinnar verða á rafrænu formi.
Deutsche Aircraft gerir ráð fyrir því að ferðavenjur fólks eigi eftir að breytast með tilkomu heimsfaraldursins og að meiri eftirspurn verði eftir flugsætum á styttri flugleiðum með minni flugvélum á borð við Dornier-skrúfuþotum.


17. desember 2020
|
Flugfélagið Air Baltic hefur tekið úr umferð síðustu Boeing 737 þotuna og hefur þotan verið afhent til viðhalds- og eignarstýringarfyrirtækisins Magnetic MRO.

10. janúar 2021
|
Flest bendir til þess að töluverð aukning sé að verða í flugnám vestanhafs þrátt fyrir ástandið í flugiðnaðinum og hafa flestir flugskólar í Bandaríkjunum tilkynnt um að þeir séu að sjá fleiri ums

26. desember 2020
|
Flugfélagið Montenegro Airlines, ríkisflugfélag Svartfjallalands, er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi og var síðasta áætlunarflugið farið á Jóladag sem var áætlunarflug á milli Be

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk