flugfréttir

Bókin Martröð í Mykinesi er komin út

- Slysið er flugvél frá Flugfélagi Íslands brotlenti í Færeyjum árið 1970

9. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:01

Höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

Bókin Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970, er komin út en höfundar bókarinnar eru þeir Grækaris Djurhuus Magnussen og Magnús Þór Hafsteinsson.

Í þessari bók er sögð ótrúleg saga af flugslysi sem hefur legið í þagnargildi í hálfa öld. Bókin geymir vitnisburði fjölda fólks sem komst lífs af úr slysinu eða tók þátt í björgunararðgerðum, bæði Íslendinga, Færeyinga og Dana. Auk þess er fjöldi ljósmynda sem hafa aldrei sést áður.

Laust fyrir hádegi 26. september 1970 brotlenti Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands í roki, þoku og rigningu undir tindinum Knúki á Mykinesi í Færeyjum. Alls voru 34 um borð í fullsetinni vélinni. Fjögurra manna áhöfn var skipuð Íslendingum og tveir úr farþegahópnum voru frá Íslandi.


Hrafnhildur Ólafsdóttir var fyrsta flugfreyja vélarinnar. Hún komst lífs af
en slasaðist alvarlega. Hér er hún með fyrsta eintak bókarinnar


Flak vélarinnar fannst ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Þá voru átta látnir en 26 á lífi. Björgunaraðgerðir hófust við afar erfiðar aðstæður. Mykines var einangruð klettaeyja með fáum íbúum sem lifðu af búskap, fuglatekju og fiskveiðum. Fólkið þar stóð frammi fyrir hópslysi sem enginn hafði ímyndað sér að gæti orðið í Færeyjum.


Björgunarlið, sem var sent til Mykiness, varð að glíma við illviðri og miklar torfærur á leið sinni á slysstaðinn. Áhöfn flugvélarinnar og þau úr farþegahópnum sem gátu staðið á fótum urðu sjálf að ganga ofan af fjallinu til byggða.


Martröð í Mykinesi lýsir einstakri og ógleymanlegri sögu sem hefur ekki nema að örlitlu leyti komið fyrir sjónir íslenskra lesenda fyrr. Hér má lesa um hetjudáðir, hugprýði, fórnir og æðruleysi, en líka um þjáningar, sorg og eftirsjá. Enginn sem lætur sig varða mannleg örlög getur látið þessa bók fram sér fara.

Færeyska sjónvarpið var nýverið við upptökur í Fokker Friendship-vélinni á Flugsafni Íslands á Akureyri en það hyggst nú í vetur sýna heimildakvikmynd um slysið.  fréttir af handahófi

Boeing gæti misst pantanir í 118 Boeing 777X þotur

2. febrúar 2021

|

Svo gæti farið að Boeing eigi eftir að missa um þriðjung af öllum þeim pöntunum sem borist hafa í nýju Boeing 777X breiðþotuna þar sem flugvélaframleiðandinn hefur nú tilkynnt um enn aðra seinkunina

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Reyndi að stjórna flugumferð með talstöð frá heimili sínu

1. febrúar 2021

|

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn í íbúð sinni í Berlín sl. föstudag eftir að í ljós kom að hann hefur ítrekað stundað þá iðju að senda frá sér fyrirmæli til flugmanna í gegnum talstöð á sömu t

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00