flugfréttir
Virgin selur og leigir til baka tvær Dreamliner-þotur

Dreamliner-þota frá Virgin Atlantic
Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways ætlar sér að selja tvær nýjustu Dreamliner-þoturnar í þeim tilgangi að styrkja lausafjárstöðu félagsins um allt að 11 milljarða króna.
Virgin Atlantic ætlar sér að leigja þoturnar til baka og verða þær því áfram í flota félagsins en þoturnar tvær verða seldar til flugvélaleigunnar Griffin Global Asset Management.
Virgin mun nota féð eftir söluna til að greiða niður skuldir og styrkja rekstarstöðu félagsins fyrir árið 2021 en að öðru leyti segir félagið að töluverð aukning hafi orðið á bókunum á flugi yfir jólin og næstu páska auk þess sem bókunum hefur fjölgað fyrir næsta sumar.
Flugfélagið hefur tryggt sér björgunarfé upp á 1.2 milljarð Sterlingspunda frá því í ágúst á þessu
ári sem á að nægja til að reka félagið í eitt og hálft ár miðað við núverandi ástand og þá
hefur Virgin náð að draga úr rekstarkostnaði um allt að 280 milljónir punda með því að taka
úr umferð eldri flugvélar og þar á meðal sjö Boeing 747 júmbó-þotur.


23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

15. desember 2020
|
Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur fengið afhenta sína fyrstu ATR skrúfþotu sem var sérstaklega smíðuð sem fraktflugvél en fyrirtækið hefur eingöngu haft ATR flugvélar í flotanum sem var breytt

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk