flugfréttir
MC-21 flýgur fyrsta flugið með rússnesku PD-14 hreyflunum

MC-21-300 tilraunarþotan frá Irkut í fyrsta fluginu í morgun með PD-14 hreyflunum
Rússneska MC-21-300 farþegaþotan hefur flogið sitt fyrsta flug með rússnesku PD-14 hreyflunum sem framleiddir eru af hreyflaframleiðandanum Aviadvigatel.
Fyrsta flugið með hreyflunum átti sér stað í dag og fór þotan í loftið frá verksmiðjunum í borginni Irkutsk og stóð flugið yfir í eina klukkustund og 25 mínútur en jómfrúarflug MC-21-300 þotunnar átti sér stað í maí árið 2017 en þá var þotan með PW-1400G-JM hreyflum frá Pratt & Whitney.
„Flugið er afrakstur tveggja mikilvægra verkefna sem er í gangi í dag í rússneskum flugiðnaði sem eru
MC-21 þotan og PD-14 hreyfillinn. Það má þakka þeim vísindamönnum, verkfræðingum, framleiðendum og
starfsmönnum, sem hafa unnið að smíði þotunnar, fyrir þessa nýju kynslóð sem litið hefur dagsins ljóss“, segir Sergey Chemezov, framkvæmdarstjóri rússneska fyrirtækisins Rostec, sem
hefur þróað PD-14 hreyfilinn.
PD-14 hreyfillinn hefur verið í þróun og smíðum frá árinu 2012 og er hann byggður
á PS-90 hreyflinum sem hefur verið notaður til að knýja áfram margar rússneskar
flugvélar í gegnum árinu frá því á níunda áratug síðustu aldar.
Um helmingur af öllum þeim 630 eintökum sem smíðuð verða af MC-21 þotunni
mun koma með PD-14 hreyflinum á meðan hinar þoturnar koma með PW-1400G-JM
hreyflinum frá Pratt & Whitney.
Irkut MC-21 þotunni er ætlað að keppa við farþegaþotur á borð við Boeing 737 og Airbus A320 og er gert ráð fyrir að þotan komi á markað á næsta ári.


26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

7. desember 2020
|
Akureyrarflugvöllur hefur þvælst fyrir mörgum sem spreyta sig nú á flugvallargátu sem er í gangi á erlendri flugsíðu á Fésbókinni og hefur gengið erfiðlega að fá rétta svarið.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk