flugfréttir

Vara við ýmsum áhættum þegar flugvélar eru teknar úr geymslu

- Auðvelt að yfirsjást atriði við skoðun og einhverjir flugmenn orðnir „ryðgaðir“

15. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:06

Talið er að allt að 2/3 allra farþegaflugvéla í heiminum hafi verið á einhverjum tímapunkti í geymslu vegna heimsfaraldursins

Flugfélög eru vöruð við því að fara sérstaklega varlega þegar kemur að því að koma flugvélum aftur í loftið sem hafa verið í geymslu vegna heimsfaraldursins og eru mestar áhyggjurnar er varðar hæfni flugmanna, sem hafa ekki flogið í einhvern tíma, og viðhaldsskoðun meðal flugvirkja.

Flugmálayfirvöld, tryggingarfyrirtæki, sérfræðingar í fluginu og fleiri samtök hafa beðið flugfélög um að gefa öllu viðhaldi og skoðunum sérstakan gaum þar sem auðvelt getur verið að yfirsjást einhver atriði sem eru ábótavant við viðhaldskoðun áður en flugvél er undirbúin fyrir áætlunarflug að nýju en einhver dæmi eru til að mynda um að skordýr hafi fundist í viðkvæmum búnaði sem getur haft afleiðingar í för með sér.

Fram kemur að tilkynnt hefur verið um fjölmörg vanamál sem hafa komið í ljós á þeim flugvélum sem hafa verið teknar úr geymslu en talið er að um 2/3 af flugflota heimsins sé í geymslu eða hafi verið í geymslu á einhverjum tímapunkti.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að nokkur dæmi séu meðal annars um að tilkynnt hafi verið um óstöðugt aðflug og vandamál sem hafa komið upp rétt fyrir lendingu sem rakið er til færni flugmanna og hafa eigendur flugvéla og tryggingaraðilar spurt sig þeirra spurninga hvort að flugfélög séu að einblína nógu vel á þjálfun flugmanna og þá sérstaklega er kemur að lendingum.

Margar flugvélar sem hafa verið færðar í geymslu munu ekki snúa aftur og þá sérstaklega eldri flugvélar

Gary Moran, yfirmaður yfir asíska tryggingarfyrirtækinu Aon PLC, segir fyrirtæki vilja fá að vita hver staðan er á þjálfun flugmanna sem snúa aftur eftir langt hlé og segir hann að aðflug og lendingar sé það sem flestir hafa áhyggjur af - „Það er fólk sem er að snúa aftur til starfa sem er orðið „ryðgað“ í því sem var áður rútína. Það er stórt vandamál“, segir Moran.

Þá hefur evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) fengið inn á borð til sín nokkur mál er varðar óáreiðanlegan flughraða sem rakið er til aðskotahluta í stemmuröri („pitot tubes“) þar sem skordýr hafa meðal annars stíflað tiltekið rör sem skynjar áfallsþrýsting og tengist nokkrum mælum í stjórnklefa flugvéla en flest slík tilfelli hafa komið upp snemma eftir að flugvél er tekin úr geymslu og fer aftur í umferð.

„Við erum á ókunnugum slóðum núna og iðnaðurinn þarf að taka sérstakt skref til að lágmarka áhættuna en jafnframt að búa sig undir hið óvænta“, segir Kate Seaton, hjá flugráðgjafarfyrirtækinu HFW.

Flugvélar frá British Airways í geymslu vegna heimsfaraldursins

Þá hefur EASA einnig greint frá atvikum sem hafa átt sér stað nýverið þar sem flugmenn hafa þurft að slökkva á hreyflum vegna vandamála, aðskotahlut í eldsneytiskerfi, lágan þrýsting í bremsukerfi í hjólabúnaði auk þess sem rafhlöður hafa misst hleðslu.

Peter Meiresonne hjá Alþjóðasamtökum félags atvinnuflugmanna segir að flugmenn verið einnig að vera duglegir að meta sína eigin hæfni þegar þeir snúa aftur til starfa og verði þeir meðal annars að huga þeim þætti flugsins sem snýr að aðflugi og lendingum og hætta við lendingar ef þeir telja sig ekki vera undirbúnir fyrir aðstæður hverju sinni og sérstaklega er lokastefnan er stutt.

„Núna er kannski rétti tíminn til að segja við flugumferðarstjóra: „Við erum ekki tilbúnir“ eða „getum við fengið 6 eða 10 mílna aðflug í stað fjögurra“ sem er eitthvað sem þú myndir þiggja ef þú værir búinn að fljúga í einhvern tíma“, segir Meiresonne.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga