flugfréttir
Air Greenland staðfestir pöntun í Airbus A330neo

Tölvugerð mynd af Airbus A330-800 breiðþotu í litum Air Greenland
Air Greenland hefur staðfest pöntun í eina Airbus A330neo breiðþotu sem afhent verður til félagsins á næsta ári en flugfélagið grænlenska gerði samkomulag við Airbus um kaupin í janúar á þessu ári.
Þotan verður af minni gerðinni, Airbus A330-800, og er henni áætlað að leysa af hólmi núverandi Airbus A330 breiðþotu sem er af gerðinni Airbus A330-200.
Air Greeland er þriðja flugfélagið til þess að panta minni gerðina en nú þegar hefur Kuwait Airways
pantað átta eintök af Airbus A339-800 og þá hefur Uganda Airlines pantað tvær þotur.
Jacob Nitter Sørensen, framkvæmdarstjóri Air Greenland, segir að Airbus A330neo þotan verði
undirstaðan í flotastefnu flugfélagsins og mun þotan tryggja samgöngur meðal farþega til og frá
Grænlandi en þotan verður aðallega notuð í fluginu á milli Grænlands og Kaupmannahafnar.
„Að ímynda sér rauða búninginn á þessari þotu í heimskautaumhverfinu kallar fram smá jólaskap
í lok þessa árs sem hefur verið mjög erfitt fyrir flugiðnaðinn“, segir Christian Scherer, rekstarstjóri
yfir farþegaþotudeild Airbus.
Airbus A330-800 þotan fyrir Air Greenland mun taka 305 farþega í sæti og tekur því fleiri farþega en núverandi breiðþota og þá kemur
þotan með nýstárlegum innréttingum og farþegarými og mun bjóða upp á mikil þægindi fyrir farþega.


29. janúar 2021
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet gerir ekki ráð fyrir að fljúga nema 10 prósent af sætaframboðinu árið 2019 á öðrum árshelmingi þessa árs þrátt fyrir að það verði farið að líða að sumri.

4. febrúar 2021
|
Árið 2020 mun fara í sögubækurnar sem eitt versta árið í fluginu en Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) birtu sl. mánudag tölfræði yfir farþegatölur í heiminum fyrir árið sem leið.

1. febrúar 2021
|
Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk