flugfréttir

Air Greenland staðfestir pöntun í Airbus A330neo

20. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Tölvugerð mynd af Airbus A330-800 breiðþotu í litum Air Greenland

Air Greenland hefur staðfest pöntun í eina Airbus A330neo breiðþotu sem afhent verður til félagsins á næsta ári en flugfélagið grænlenska gerði samkomulag við Airbus um kaupin í janúar á þessu ári.

Þotan verður af minni gerðinni, Airbus A330-800, og er henni áætlað að leysa af hólmi núverandi Airbus A330 breiðþotu sem er af gerðinni Airbus A330-200.

Air Greeland er þriðja flugfélagið til þess að panta minni gerðina en nú þegar hefur Kuwait Airways pantað átta eintök af Airbus A339-800 og þá hefur Uganda Airlines pantað tvær þotur.

Jacob Nitter Sørensen, framkvæmdarstjóri Air Greenland, segir að Airbus A330neo þotan verði undirstaðan í flotastefnu flugfélagsins og mun þotan tryggja samgöngur meðal farþega til og frá Grænlandi en þotan verður aðallega notuð í fluginu á milli Grænlands og Kaupmannahafnar.

„Að ímynda sér rauða búninginn á þessari þotu í heimskautaumhverfinu kallar fram smá jólaskap í lok þessa árs sem hefur verið mjög erfitt fyrir flugiðnaðinn“, segir Christian Scherer, rekstarstjóri yfir farþegaþotudeild Airbus.

Airbus A330-800 þotan fyrir Air Greenland mun taka 305 farþega í sæti og tekur því fleiri farþega en núverandi breiðþota og þá kemur þotan með nýstárlegum innréttingum og farþegarými og mun bjóða upp á mikil þægindi fyrir farþega.  fréttir af handahófi

Farþegar enn 90 prósent færri í ársbyrjun miðað við árið 2019

29. janúar 2021

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet gerir ekki ráð fyrir að fljúga nema 10 prósent af sætaframboðinu árið 2019 á öðrum árshelmingi þessa árs þrátt fyrir að það verði farið að líða að sumri.

Fjöldi flugfarþega árið 2020 svipaður og var árið 2004

4. febrúar 2021

|

Árið 2020 mun fara í sögubækurnar sem eitt versta árið í fluginu en Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) birtu sl. mánudag tölfræði yfir farþegatölur í heiminum fyrir árið sem leið.

Spá því að flugumferðin í Evrópu fari dvínandi á næstunni

1. febrúar 2021

|

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00