flugfréttir

Sjötíu farþegar enduðu á röngum áfangastað í Nepal

- Klúður við tilfærslur og breytingu á flugnúmeri í Kathmandu orsökin

28. desember 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:55

ATR flugvél frá Buddha Air á flugvellinum í Pokhara í Nepal

Farþegum sem höfðu flogið með flugvél hjá flugfélaginu Buddha Air var mjög brugðið á dögunum er þeir gengu frá borði eftir innanlandsflug í Nepal og komust að því að þeir voru á allt öðrum stað miðað við áfangastaðinn sem þeir höfðu bókað flug til.

Flug U4505 með Buddha Air var áætlað frá höfuðborginni Kathmandu eftir hádegi til borgarinnar Janakpur þann 18. desember sl. með flugvél af gerðinni ATR-72 en slæmt veður hafði ollið tölverðri röskun á flugi í Kathmandu og höfðu nokkur flugfélög þurft að breyta flugáætlun sinni snögglega og finna tækifæri til þess að koma flugvélum í loftið eftir því hvernig viðraði.

Seinka þurfti fluginu með Buddha Air til Janakpur en flugfélagið hafði breytt flugnúmerinu og fékk starfsfólk flugvallarins beiðni um að koma öllum farþegum um borð í aðra vél með flugnúmerinu U4505 sem átti að koma þeim áfangastað.

Hinsvegar þá voru allir farþegarnir 69 aðeins færðir til á pappírum en áhöfnin var að undirbúa vélina fyrir flug til borgarinnar Pokhara sem er í 250 kílómetra fjarlægð frá Janakpur.

Fram kemur að flugmennirnir og áhöfn vélarinnar hafi ekki haft neina hugmynd um að verið var að koma farþegum um borð í flugið til Pokhara sem höfðu áform um að ferðast til Janakpur.

Til stóð að flugvélin myndi fljúga til baka til Kathmandu og síðan fljúga flugið til Janakpur en ákveðið var að fljúga fyrst til Pokhara þar sem notast þurfti við sjónflugsskilyrði til þess áfangastaðar.

Buddha Air sendi frá sér yfirlýsingu vegna atviksins með afsökunarbeiðni og kemur fram að flugvélin hafi komið öllum farþegum aftur um borð og flogið þeim beint frá Pokhara til Janakpur eftir að eldsneyti var bætt á vélina.

„Við hjá Buddha Air trúum því að öll mistök geri okkur öflugri og verður þetta tiltekna atvik rannsakað til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig í framtíðinni“, segir í tilkynningu frá félaginu.  fréttir af handahófi

Nota skrúfuþotur á flestum flugleiðum í stað þotna

17. janúar 2021

|

Flugfélagið Croatia Airlines er farið að notast að mestu leyti við skrúfuþotur í rekstri sínum þessa daganna á meðan eftirspurn eftir flugi er í lágmarki vegna heimsfaraldursins.

Finnair mun sjá um niðurrif á þotu í fyrsta sinn

16. febrúar 2021

|

Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að rífa niður í brotajárn eina af þeim Airbus A319 þotum sem félagið hefur í flota sínum.

Thai Airways setur 8 þotur til viðbótar á sölu

16. desember 2020

|

Thai Airways hefur ákveðið að setja fleiri flugvélar á sölu í þeim tilgangi að styrkja fjárhagsstöðu flugfélagsins tælenska.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00