flugfréttir
Erlend flugfélög fylla í skarð Montenegro Airlines

Montenegro Airlines hætti starfsemi sinni á Jóladag eftir 26 ára flugrekstur
Erlend flugfélög eru þegar farin að undirbúa sig til þess að fylla í það skarð sem flugfélagið Montenegro Airlines hefur skilið eftir sig í Svartfjallalandi.
Ríkisstjórn landsins tilkynnti á Jóladag að ákveðið hafi verið að binda endi á starfsemi félagsins
þar sem allar tilraunir til þess að bjarga félaginu frá fjárhagsvandræðum hafi farið forgörðum.
Bæði Ryanair og Wizz Air hafa hafið viðræður við flugvallarfyrirtæki í Svartfjallalandi um möguleika á að taka
yfir helstu flugleiðirnar sem Montenegro Airlines flaug frá höfuðborginni Podgorica.
Montenegro Airlines hefði þurft opinbera fjárhagsaðstoð upp á 24 milljarða króna en slík aðstoð hefði verið
ólögleg samkvæmt reglugerðum um opinbera aðstoð og sendi Ryanair inn formlega kvörtun til Evrópusambandins
sem varð meðal annars til þess að ríkisstjórn landsins ákvað að leggja niður Montenegro Airlines.
Þá mun svissneska flugfélagið Chair Airlines hefja flug á milli Podgorica og Zurich frá og með 1. apríl næstkomandi
og einnig ætlar Austrian Airlines að hefja aftur flug til Svartfjallalands í aðdraganda fráhvarfs Montenegro Airlines
af markaðnum en Austrian Airlines hafði hætt flugi til landsins frá Vín vegna heimsfaraldursins.


15. febrúar 2021
|
Ryanair hefur ítrekað óánægju sína yfir ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar um að veita frekari fjárhagslega aðstoð til Air France og segir félagið að lítið sem ekkert sé gert til að koma til móts v

18. febrúar 2021
|
Flugfélagið Ukraine International Airlines hefur ákveðið að gera líkt og mörg önnur flugfélög sem hafa boðið upp á öðruvísi flugferðir í heimsfaraldrinum á meðan farþegaflug liggur í dvala.

22. febrúar 2021
|
Yfir 120 farþegaþotur af gerðinni Boeing 777 hafa verið kyrrrsettar eftir að Boeing sendi frá sér tilmæli þess efnis í gærkvöldi í kjölfar atviks sem átti sér stað sl. laugardag er bilun kom upp í hr

26. febrúar 2021
|
Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

26. febrúar 2021
|
Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

25. febrúar 2021
|
Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

25. febrúar 2021
|
Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

24. febrúar 2021
|
Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

24. febrúar 2021
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

23. febrúar 2021
|
Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

23. febrúar 2021
|
Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk