flugfréttir

Airbus-þota umvafin konfetti eftir árekstur við loftbelg

2. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:38

Airbus A319 þotan var að lenda í Bogota á gamlársdag eftir flug frá Orlando þegar atvikið átti sér stað

Óvenjulegt atvik átti sér stað á gamlársdag í Kólumbíu er farþegaþota flaug á lítinn loftbelg sem var fullur af áramótaskrauti sem til stóð að sleppa yfir höfuðborginni á miðnætti þegar árið 2021 gekk í garð.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A319 og er frá flugfélaginu Avianca, var við það að lenda að El Dorado flugvellinum í Bogota þegar í ljós kom að einhverskonar fyrirbæri sem var svífandi í loftinu skall á flugvélinni við vinstri vænginn sem reyndist svo vera lítill lotbelgur sem var fullur af skrauti, strimlum og renningum í öllum regnbogans litum.

Skrautið fór meðal annars inn í hreyfil þotunnar, flæktist í kringum vænginn, hjólastell og einnig kringum stélvængina og þykir mildi að ekki fór verr þar sem lendingin tókst giftusamlega.

Þotan yfirgaf flugbrautina og fór út af brautinni inn á háhraðaakbraut („high speed taxiway“) þar sem þotan staðnæmdist og kallað var eftir aðstoð frá flugvallarstarfsfólki.

Skrautið flæktist nánast utan um alla flugvélina

Fjölmargar myndir hafa verið birtar af atvikinu sem sýna þotuna umvafna áramótaskrauti en þotan var að koma frá Orlando í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað.

Skömmu fyrir atvikið höfðu flugmálayfirvöld í Kólumbíu sent frá sér viðvörun þar sem varað var við því að sprengja flugelda nálægt flugvellinum eða sleppa loftbelgjum með skrauti og confetti þar sem vindátt getur látið þá svífa beint yfir flugvallarsvæðið.

Fram kemur að þotan hafi ekki orðið fyrir neinum skemmdum en þotan, sem ber skráninguna N557AV, hefur ekki flogið neitt flug frá því á gamlársdag eftir umrætt atvik.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Montenegro Airlines hættir starfsemi

26. desember 2020

|

Flugfélagið Montenegro Airlines, ríkisflugfélag Svartfjallalands, er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi og var síðasta áætlunarflugið farið á Jóladag sem var áætlunarflug á milli Be

Air Namibia gjaldþrota

11. febrúar 2021

|

Air Namibia hefur stöðvað alla starfsemi sína þegar í stað frá og með deginum í dag og hefur allt áætlunarflug á vegum félagsins verið fellt niður.

Paris Air Show 2021 blásin af

7. desember 2020

|

Hætt hefur verið við flugsýningina Paris Air Show sem átti að fara fram næsta sumar vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Bókanir taka kipp er Bretar kynna afléttingu á ferðahöftum

26. febrúar 2021

|

Nokkur bresk flugfélög og þar á meðal easyJet og einnig ferðaskrifstofur í Bretland hafa tilkynnt að þau hafa orðið vör við gríðarlega eftirspurn og mikinn kipp í bókunum á flugi á bókunarsíðum eftir

Hlaut augnskaða af lendingarljósum

26. febrúar 2021

|

Flytja þurfti flugvallarstarfsmann í Rússlandi á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða eftir að áhöfn flugvélar, sem hann var að leiðbeina inn á flughlað, blikkaði lendingarljósunum á stæðinu er ha

Czech Airlines stefnir á að segja upp öllu starfsfólki sínu

25. febrúar 2021

|

Tékkneska flugfélagið Czech Airlines (CSA) hefur lýst því yfir að til standi að segja upp öllu starfsfólki félagsins en um 430 starfsmenn starfa hjá félaginu.

Endingartími hreyflablaðsins var vel innan marka

25. febrúar 2021

|

Hreyflablaðið sem brotnaði í PW4000 hreyfli á Boeing 777 farþegaþotu hjá United Airlines, sem olli bilun í hreyfli sl. helgi með þeim sökum að sprenging kom upp í hreyflinum, hafði verið notað í um 3

Leita leiða til að rifta pöntunum hjá Boeing og Airbus

24. febrúar 2021

|

Norwegian leitar nú leiða til þess að rifta þeim samningum sem félagið hafði gert fyrir nokkrum árum síðan við Boeing og Airbus varðandi pantanir á nýjum farþegaþotum.

TWA800 flakið verður tekið í sundir og fargað

24. febrúar 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að til standi að taka niður og fleygja samansettu leifum af flaki af júmbó-þotu frá Trans World Airlines (TWA) en flug TWA800 fórst skömmu eftir flugtak

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Málmþreyta í hreyflablaði möguleg orsök

23. febrúar 2021

|

Talið er líklegt að málmþreyta í hreyflablaði sé orsök bilunar sem kom upp í hreyfli á farþegaþotu af gerðinni Boeing 777-200 hjá United Airlines sem varð til þess að sprenging kom upp í hreyflinum sk

Ætla að panta allt að 30 nýjar þotur á næstu 4 árum

23. febrúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segist stefna á að panta allt að 30 farþegaþotur á næstu fjórum árum eða fram til ársins 2025.

Semja um lán upp á 360 milljarða fyrir British Airways

22. febrúar 2021

|

British Airways hefur náð viðamiklu samkomulagi bæði um frestun á greiðslum í lífeyrissjóði starfsmanna auk þess sem flugfélagið breska hefur samið um lán við ellefu breska banka um lán upp á 2 millja

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00