flugfréttir
Myndband: Fékk fugl í hreyfil í flugtaki á Schiphol

Skjáskot af myndbandinu sem fylgir fréttinni
Fraktflugvél af gerðinni Airbus A300-600F frá vöruflutningarisanum DHL fékk fugl í hreyfil í flugtaki í gær á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.
Myndband náðist af atvikinu af flugvélaáhugamanni sem var að mynda flugtök við braut 36L og má sjá
var eldglæringar koma aftan úr hreyflinum þegar fuglinn endar í honum þegar þotan er við það að hefja sig á loft.
Flugvélin var á leið til Leipzig í Þýskalandi þegar atvikið gerðist og tilkynntu flugmennirnir um að þeir hefðu
sennilega fengið fugl í hreyfilinn þar sem þeir heyrðu háværan hvell þegar vélin var að takast á loft.
Ákveðið var að halda fluginu áfram og lenti þotan í Leipzig 50 mínútum síðar en hún var á jörðu niðri í tæpa
14 klukkustundir á meðan hún gekkst undir skoðun en hélt því næst af stað frá Leipzig til Aþenu og Larnaca
á Kýpur í dag.
Myndband:


27. janúar 2021
|
Flugmálayfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að búið sé að gefa heimild fyrir notkun Boeing 737 MAX vélanna í Bretlandi en tilkynning þess efnis kemur sama dag og EASA í Evrópu aflétti flugbanni vegn

1. febrúar 2021
|
Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol hefur gefið frá sér nýja skýrslu með tölur yfir flugumferð en þar kemur fram að ástandi í fluginu í Evrópu fari versnandi.

25. janúar 2021
|
Lufthansa Group, móðurfélag Lufthansa og Austrian Airlines, er bjartsýnt á að snarpur viðsnúningur eigi eftir að verða í rekstri dótturfélaganna á þessu ári og telja forsvarsmenn fyrirtækisins að tö

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu