flugfréttir

Myndband: Fékk fugl í hreyfil í flugtaki á Schiphol

4. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 16:53

Skjáskot af myndbandinu sem fylgir fréttinni

Fraktflugvél af gerðinni Airbus A300-600F frá vöruflutningarisanum DHL fékk fugl í hreyfil í flugtaki í gær á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

Myndband náðist af atvikinu af flugvélaáhugamanni sem var að mynda flugtök við braut 36L og má sjá var eldglæringar koma aftan úr hreyflinum þegar fuglinn endar í honum þegar þotan er við það að hefja sig á loft.

Flugvélin var á leið til Leipzig í Þýskalandi þegar atvikið gerðist og tilkynntu flugmennirnir um að þeir hefðu sennilega fengið fugl í hreyfilinn þar sem þeir heyrðu háværan hvell þegar vélin var að takast á loft.

Ákveðið var að halda fluginu áfram og lenti þotan í Leipzig 50 mínútum síðar en hún var á jörðu niðri í tæpa 14 klukkustundir á meðan hún gekkst undir skoðun en hélt því næst af stað frá Leipzig til Aþenu og Larnaca á Kýpur í dag.

Myndband:  fréttir af handahófi

Qatar Airways með flestar A350 þoturnar

4. janúar 2021

|

Qatar Airways er í dag orðið það flugfélag sem hefur flestar Airbus A350 breiðþotur í sínum flota af öllum flugfélögum.

Aflýsa öllu flugi um Írland í einn mánuð nema Dublin

2. nóvember 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair hefur ákveðið að aflýsa öllu flug frá öllum flugvöllum á Írlandi nema Dublin í einn mánuð frá og með
14. nóvember næstkomandi.

Mynda krísustjórn til að rétta við rekstur Surinam Airways

2. nóvember 2020

|

Ríkisstjórnin í Súrínam í Suður-Ameríku ætlar að stofna sérstaka krísustjórn til þess að grípa í taumana á flugfélaginu Surinam Aiways þar sem algjört stjórnleysi ríkir innan félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00