flugfréttir

Styrkja minni flugvelli sem ætlaðir eru fyrir einkaflug

5. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 11:12

Simsbury-flugvöllurinn í Connecticut í Bandaríkjunum

Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að verja 5.7 milljörðum króna í styrki til minni flugvalla í Bandaríkjunum sem eru eingöngu ætlaðir einkaflugi og almannaflugi.

Upphæðin er hluti af 2 milljarða dala fjárhagsaðstoðar til flugvalla vestanhafs vegna kórónuveirufaraldursins sem er innifalin inn í 15 milljarða dala styrk til fyrirtækja í fluginu sem samþykktur var af stjórnvöldum vestanhafs milli jóla og nýárs.

Selena Shilad, yfirmaður samtakanna Alliance for Aviation Across America, segir að þessi fjárveiting eigi eftir styðja verulega við bakið á smærri fyrirtækjum í almannafluginu og minni flugsamfélög í Bandaríkjunum sem hafa orðið illa úti vegna heimsfaraldursins.

Í tilkynningu segir að einkaflugið sé mikilvægt fyrir ýmiss fyrirtæki og efnahag margra samfélaga er kemur flutningum á bæði varningi og fólki milli staða og sérstaklega á svæðum þar sem samgöngur á landi eru erfiðar.

Fram kemur að 85% af fyrirtækjum sem tengjast einkafluginu séu lítil fyrirtæki sem dreifast á yfir 5.000 litla flugvelli og eru þeir flugvellir bráðnauðsynlegir fyrir nærliggjandi samfélög er kemur að starfsemi á borð við björgunarstarf, brunavörnum, neyðaraðstoð, flutningi á lyfjum og læknagögnum, viðhaldi á mannvirkjum í orkuiðnaði auk fjölda annara þátta.  fréttir af handahófi

Sjóflugvél rakst utan í skip eftir lendingu

4. desember 2020

|

Rannsóknarnefnd flugslysa á Maldívíeyjum gaf nýlega út bráðabirgðarskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er sjóflugvél rakst með væng utan í skip eftir lendingu.

Fyrsta „kóvid-fría“ flugið hjá Lufthansa

13. nóvember 2020

|

Lufthansa flaug í gær sitt fyrsta „kóvidfría“ áætlunarflug þar sem aðeins þeir farþegar, sem greinast neikvæðir við skimun fyrir kórónaveirunni, fá að fara um borð.

Nýja Ecuadoriana flugfélagið fær flugrekstarleyfi í Ekvador

12. nóvember 2020

|

Nýtt flugfélag stefnir á að hefja flugrekstur í Suður-Ameríku eftir áramót en flugfélagið Ecuatoriana Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi fengið flugrekstrarleyfi frá flugmálayfirvöldum í Ekvador.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00