flugfréttir
Hundraðasta Pilatus PC-24 þotan afhent

Pilatus PC-24 þotan frá Pilatus Aircraft
Svissneski flugvélaframleiðandinn Pilatus Aircraft hefur afhent hundruðustu Pilatus PC-24 flugvélina en innan við þrjú ár eru síðan að sú fyrst var afhent árið 2018.
Pilatus PC-24 Super Versatile Jet þotuna má í dag finna í hverri einustu heimsálfu og hafa þoturnar flogið til samans yfir 33.500 flugtíma.
PC-24 var formlega kynnt til leiks á EBACE-flugsýningunni í maí árið 2014 og var
Pilatus Aircraft komið með pantanir í 84 þotur á fyrstu 36 tímunum eftir að byrjað var að taka við pöntunum á sýningunni.
Pilatus PC-24 þotan var meðal annars pöntuð sem sjúkraflugvél af Royal Flying Doctor Service of Australia þar sem hún hentar vel fyrir stuttar flugbrautir.
Viðskiptavinurinn sem fékk hundruðustu PC-24 þotuna afhenta er Jetfly Aviation í Lúxemborg en fyrirtækið hefur haft flugvélar frá Pilatus Aircraft í rekstri í meira en 20 ár og hefur fyrirtækið einn stærsta Pilatus-flugflota í Evrópu með yfir 51 þotu í flota sínum.


11. janúar 2021
|
Yfir 70 prósenta samdráttur varð á fjölda þeirra farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London árið 2020 samanborið við árið 2019.

3. nóvember 2020
|
Nokkur starfsmannafélög meðal atvinnuflugmanna í Bandaríkjunum hafa komið á fram athugasemdum varðandi nýjar þjálfunaraðferðir fyrir Boeing 737 MAX þoturnar sem bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kynntu

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.