flugfréttir
WestJet verður fyrst til að fljúga 737 MAX á ný í Kanada

Boeing 737 MAX þotur frá kanadíska flugfélaginu WestJet
Kanadíska flugfélagið WestJet hefur tilkynnt að félagið muni hefja aftur áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og verður félagið því það fyrsta í Kanada til að fljúga 737 MAX eftir kyrrsetningu.
Ed Sims, forstjóri og framkvæmdarstjóri WestJet, sagði í dag að félagið muni fljúga fyrsta flugið með Boeing 737 MAX
þann 21. janúar næstkomandi þrátt fyrir að enn sé ekki búið að opna lofhelgina yfir Kanada fyrir MAX vélunum en
talið er að það muni gerast á næstu dögum.
„Við erum staðráðin í því að endurheimta traust farþega á þotunum og ætlum við að koma til móts við þá farþega
sem treysta sér ekki strax að fljúga með þeim“, segir Sims og tekur hann fram að farþegar geti séð á hvaða flugleiðum
þoturnar verða notaðar og verður hægt að breyta bókun fyrir þá sem kjósa aðra flugvélategund.
WestJet ætla að nota Boeing 737 MAX þoturnar fyrst um sinn í áætlunarflugi á milli Toronto og Calgary í að minnsta
kosti fjórar vikur og verður metið eftir það til hvaða áfangastaða verður flogið næst með 737 MAX.
WestJet hefur fengið 13 þotur afhentar af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og á félagið enn eftir að fá níu
til viðbótar og 22 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 7 og þá á eftir að afhenda tólf þotur af gerðinni
Boeing 737 MAX 10.


12. nóvember 2020
|
Fraktflugfélagið Cargolux íhugar nú að festa kaup á tveimur Boeing 777-300ER fraktþotum frá fyrirtækinu Israel Aerospace Industries (IAI).

2. janúar 2021
|
Óvenjulegt atvik átti sér stað á gamlársdag í Kólumbíu er farþegaþota flaug á lítinn loftbelg sem var fullur af áramótaskrauti sem til stóð að sleppa yfir höfuðborginni á miðnætti þegar árið 2021 gek

11. janúar 2021
|
Yfir 70 prósenta samdráttur varð á fjölda þeirra farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London árið 2020 samanborið við árið 2019.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.