flugfréttir
Hluthafar samþykkja samruna Korean Air og Asiana Airlines

Með samrunanum verður til eitt stærsta flugfélag Asíu
Korean Air hefur fengið formlegt leyfi frá hluthöfum fyrir kaupum og yfirtöku á flugfélaginu Asiana Airlines en með samrunanum verður til eitt stærsta flugfélag Asíu.
Um 92% hluthafa og fjárfesta í Korean Air samþykktu kaupin sem metin eru á 293 milljarða króna en kaupin
munu ganga eftir í mars en þess má geta að 8 prósent hluthafa kusu gegn yfirtökunni.
Í yfirlýsingu frá Korean Air kemur fram að búið sé að ráða sérstaka nefnd sem samanstendur af sérfræðingur
sem munu aðstoða við sameiningu flugfélaganna tveggja og er gert ráð fyrir að samruninn verður
genginn í gegn um miðjan marsmánuð.
Rekstur Asiana Airlines hefur gengið mjög erfiðlega undanfarin ár og tapaði félagið 33 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum síðasta árs og eru heildarskuldir félagsins í dag
um 1.356 milljarðar króna.


21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

19. janúar 2021
|
Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.