flugfréttir
Norwegian mun skila yfir 70 þotum til leigusala
- Flestum þotum verður flogið til Shannon á Írlandi

Kyrrsettar Boeing 787 þotur frá Norwegian á Gardermoen-flugvellinum í Osló
Norwegian er byrjað að skila flugvélum til eigenda sinna sem félagið hefur haft á leigu sem er hluti af því að fækka vélunum í flotanum vegna heimsfaraldursins.
Flugfélagið norska vinnur að undirbúningi að því að ferja þotur úr langtímageymslu og verður þeim flogið
meðal annars til Shannon-flugvallarins á Írlandi þar sem flugvélaleigur munu taka við vélunum aftur.
Að skila flugvélunum til leigusala er hluti að þeim skilyrðum sem Norwegian þarf að uppfylla vegna
gjaldþrotaverndarinnar sem félagið sótti um á Írlandi en félagið byrjaði að skila fyrstu þotunum um miðjan
desember.
Norwegian hefur nú þegar skilað sex Dreamliner-þotum til Shannon-flugvallarins sem höfðu verið í geymslu
á Gardermoen-flugvellinum í Osló og í Stavanger en þær flugvélar eru í eigu flugvélaleigunnar AeroCap.
Sum írsk flugvélaleigufyrirtækja nota Shannon-flugvöll sem bækistöð fyrir viðhald og undirbúning á flugvélum
sem fara eða koma úr leigu.
Talið er að Norwegian muni skila um 72 þotum sem fara til Írlands en stærri hluti flugflotans, sem telur
124 aðrar þotur, eru í eigu annarra aðila sem snertir ekki samkomulagið á Írlandi vegna gjaldþrotaverndarinnar.
Þess má geta að Norwegian skuldar um 4 milljarða evra í leigugjöld af flugvélum sem samsvarar 626
milljörðum króna.


2. janúar 2021
|
Boeing afhenti þrjár fraktþotur af gerðinni Boeing 777F á einu bretti til Qatar Airways um áramótin.

12. nóvember 2020
|
Emirates tapaði 468 milljörðum króna á fyrri árshelmingi þessa árs en flugfélagið tilkynnti í dag afkomu sína eftir fyrstu sex mánuði ársins.

7. desember 2020
|
Akureyrarflugvöllur hefur þvælst fyrir mörgum sem spreyta sig nú á flugvallargátu sem er í gangi á erlendri flugsíðu á Fésbókinni og hefur gengið erfiðlega að fá rétta svarið.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.