flugfréttir
Aerolease hættir við pöntun í 10 SpaceJet-þotur

SpaceJet tilraunarþota frá Mitsubishi Aircraft
Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).
Aerolease pantaði vélarnar árið 2017 en Mitsubishi Aircraft tilkynnti í október sl. haust að framleiðandinn ætlaði að fresta
þróun og framleiðslu á SpaceJet þotunum um óákveðin tíma vegna heimsfaraldursins og hefur Aerolease því ákveðið að hætta
við þoturnar sem voru pantaðar.
Í sameiginlegri tilkynningu frá Mitsubishi Aircraft og Aerolease segir að fyrirtækin tvö myndu ákveða síðar hvort að pöntunin
verði sett aftur inn en eftir þessa afbókun stendur heildarfjöldi pantanna í SpaceJet í 207 þotum.
Með SpaceJet þotunni hefur Mitsubishi Aircraft ætlað að brjóta blað í sögu flugvélaframleiðslu í Japan en meðal annars hefur
bandaríska flugfélagið Skywest Airlines, sem sér um flugrekstur fyrir American Eagle, Delta Connection og United Express, pantað
100 þotur af þessari gerð og er félagið stærsti viðskiptavinurinn er kemur að SpaceJet þotunni.


7. desember 2020
|
Noregur mun fljótlega fá nýtt flugfélag sem verið er að stofna þar í landi en um helgina var tilkynnt formlega um nafnið á nýja flugfélaginu.

29. desember 2020
|
Gjaldþrotastjórn slóvenska flugfélagsins Adria Airways reynir nú að gera þriðju tilraun til þess að selja merki og markaðsímynd flugfélagsins sem varð gjaldþrota í september í fyrra.

9. nóvember 2020
|
Framtíð norska flugfélagsins Norwegian er sögð í mikilli óvissu eftir að ríkisstjórn Noregs hefur formlega tilkynnt að stjórnvöld ætla ekki að veita félaginu meiri fjárhagsaðstoð.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.