flugfréttir
Aerolease hættir við pöntun í 10 SpaceJet-þotur

SpaceJet tilraunarþota frá Mitsubishi Aircraft
Flugvélaleigufyrirtækið Aerolease hefur hætt við pöntun í tíu SpaceJet-þotur frá Mitsubishi Aircraft sem félagið hafði pantað á sínum tíma en þoturnar hétu áður Mitsubishi Regional Jet (MRJ).
Aerolease pantaði vélarnar árið 2017 en Mitsubishi Aircraft tilkynnti í október sl. haust að framleiðandinn ætlaði að fresta
þróun og framleiðslu á SpaceJet þotunum um óákveðin tíma vegna heimsfaraldursins og hefur Aerolease því ákveðið að hætta
við þoturnar sem voru pantaðar.
Í sameiginlegri tilkynningu frá Mitsubishi Aircraft og Aerolease segir að fyrirtækin tvö myndu ákveða síðar hvort að pöntunin
verði sett aftur inn en eftir þessa afbókun stendur heildarfjöldi pantanna í SpaceJet í 207 þotum.
Með SpaceJet þotunni hefur Mitsubishi Aircraft ætlað að brjóta blað í sögu flugvélaframleiðslu í Japan en meðal annars hefur
bandaríska flugfélagið Skywest Airlines, sem sér um flugrekstur fyrir American Eagle, Delta Connection og United Express, pantað
100 þotur af þessari gerð og er félagið stærsti viðskiptavinurinn er kemur að SpaceJet þotunni.


29. janúar 2021
|
Kanadíska lágfargjaldarfélagið Flair Airlines hefur lagt inn pöntun í þrettán þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 en félagið, sem var stofnað árið 2005, hefur í dag þrjár þotur í flotanum sem eru af g

9. febrúar 2021
|
Singapore Airlines hefur lagt inn pöntun til Boeing í ellefu Boeing 777X breiðþotur en með pöntuninni mun heildarfjöldi þeirra pantana sem komnar eru í arftaka Boeing 777 þotunnar fara upp í 202 þotu

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

16. apríl 2021
|
Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

16. apríl 2021
|
Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

16. apríl 2021
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

15. apríl 2021
|
Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

15. apríl 2021
|
Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

14. apríl 2021
|
Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

13. apríl 2021
|
Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

13. apríl 2021
|
Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu