flugfréttir

Farþegaþotu með 62 manns um borð saknað í Indónesíu

- Hvarf af ratsjá í 10.000 fetum skömmu eftir flugtak í Jakarta

9. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:17

Þotan sem hvarf af ratsjá ber skráninguna PK-CLC

Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

Þotan, sem er frá flugfélaginu Sriwijaya Air, fór í loftið frá Jakarta klukkan 7:36 í morgun að íslenskum tíma áleiðis til Pontianak á eyjunni Borneó í Indónesíu en um borð voru 56 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan, sem var í flugtaksklifri, var komin í 10.800 feta hæð og hafði fengið heimild til þess að fara upp í fluglag FL290 þegar samband við flugvélina rofnaði auk þess sem hún hvarf af ratsjá klukkan 7:40 eða fjórum mínútum eftir flugtak.

Samgönguráðuneyti Indónesíu hefur staðfest að samband hafi rofnað við farþegaþotu sem hvarf af ratsjá og hefur fyrsti hópur björgunarsveita verið sendur af stað til þess að leita að flaki vélarinnar og hefur þegar fundist brak í sjónum nálægt Lancang-eyju.

Flugferill þotunnar eftir flugtakið frá Jakarta á Flightradar24.com

Fram kemur að skömmu eftir flugtak hafi flugvélin, sem ber skráninguna PK-CLC, fengið heimild til þess að fara upp í 29.000 fet þegar hún var í 1.700 feta hæð en flugumferðarstjórnin sem sér um brottfarir (departure control) gaf því gaum skömmu síðar að flugvélin var ekki að fljúga þá stefnu sem henni hafði verið gefið sem var 075° gráður sem er norðaustlæg stefna og var þotan þess í stað að stefna til norðvesturs.

Reynt var að hafa samband við þotuna en ekkert svar barst og skömmu síðar hvarf hún af ratsjá hjá flugumferðarstjórum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com þá kemur fram að flugvélin hafi misst hæð sem samsvarar 10.000 fetum á innan við mínútu.

Að minnsta kosti tveir sjónarvottar telja sig hafa séð flugvélina falla til jarðar og segir einn sjómaður í viðtali við BBC í Indónesíu að hann hafi séð eitthvað falla á miklum hraða ofan í sjóinn sem síðan sprakk á yfirborðinu.

Björgunarlið hefur þegar fundið brak á sjónum sem á eftir að greina og staðfesta að tilheyri þotunni

Veðurupplýsingar á Soekarno-Hatta flugvellinum í Jakarta, á þeim tíma sem þotan fór í loftið, sýna að lítilsháttar rigning hafi verið með skúraskýjum (CB) í 1.700 fetum en hálftíma áður hafði þrumuský verið í nágrenni vallarins en vindur var þó hægur með 6 knútum á braut.

Þotan er eins og áður segir af gerðinni Boeing 737-500 og er hún 27 ára gömul. Þotan tilheyrir svokallaðri „Classic-útgáfu“ af Boeing 737 og kom 737-500 tegundin á markað árið 1987 en 389 eintök af þeirru þotu voru smíðuð fram til ársins 1990.

Frá blaðamannafundi sem fram fór í Pontianak skömmu eftir að flugvélin hvarf af ratsjá  fréttir af handahófi

Sjóflugvél rakst utan í skip eftir lendingu

4. desember 2020

|

Rannsóknarnefnd flugslysa á Maldívíeyjum gaf nýlega út bráðabirgðarskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er sjóflugvél rakst með væng utan í skip eftir lendingu.

Norwegian kveður Atlantshafið

14. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug

Brandenburg-flugvöllurinn tapar yfir 150 milljónum á dag

8. janúar 2021

|

Rekstaraðilar Brandenburg-flugvallarins í Berlín tapa um einni milljón evra á dag á rekstri flugvallarins sem samsvarar því að taprekstur flugvallarins nemur 156 milljónum króna á hverjum degi.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00