flugfréttir

Farþegaþotu með 62 manns um borð saknað í Indónesíu

- Hvarf af ratsjá í 10.000 fetum skömmu eftir flugtak í Jakarta

9. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 15:17

Þotan sem hvarf af ratsjá ber skráninguna PK-CLC

Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

Þotan, sem er frá flugfélaginu Sriwijaya Air, fór í loftið frá Jakarta klukkan 7:36 í morgun að íslenskum tíma áleiðis til Pontianak á eyjunni Borneó í Indónesíu en um borð voru 56 farþegar og sex manna áhöfn.

Þotan, sem var í flugtaksklifri, var komin í 10.800 feta hæð og hafði fengið heimild til þess að fara upp í fluglag FL290 þegar samband við flugvélina rofnaði auk þess sem hún hvarf af ratsjá klukkan 7:40 eða fjórum mínútum eftir flugtak.

Samgönguráðuneyti Indónesíu hefur staðfest að samband hafi rofnað við farþegaþotu sem hvarf af ratsjá og hefur fyrsti hópur björgunarsveita verið sendur af stað til þess að leita að flaki vélarinnar og hefur þegar fundist brak í sjónum nálægt Lancang-eyju.

Flugferill þotunnar eftir flugtakið frá Jakarta á Flightradar24.com

Fram kemur að skömmu eftir flugtak hafi flugvélin, sem ber skráninguna PK-CLC, fengið heimild til þess að fara upp í 29.000 fet þegar hún var í 1.700 feta hæð en flugumferðarstjórnin sem sér um brottfarir (departure control) gaf því gaum skömmu síðar að flugvélin var ekki að fljúga þá stefnu sem henni hafði verið gefið sem var 075° gráður sem er norðaustlæg stefna og var þotan þess í stað að stefna til norðvesturs.

Reynt var að hafa samband við þotuna en ekkert svar barst og skömmu síðar hvarf hún af ratsjá hjá flugumferðarstjórum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com þá kemur fram að flugvélin hafi misst hæð sem samsvarar 10.000 fetum á innan við mínútu.

Að minnsta kosti tveir sjónarvottar telja sig hafa séð flugvélina falla til jarðar og segir einn sjómaður í viðtali við BBC í Indónesíu að hann hafi séð eitthvað falla á miklum hraða ofan í sjóinn sem síðan sprakk á yfirborðinu.

Björgunarlið hefur þegar fundið brak á sjónum sem á eftir að greina og staðfesta að tilheyri þotunni

Veðurupplýsingar á Soekarno-Hatta flugvellinum í Jakarta, á þeim tíma sem þotan fór í loftið, sýna að lítilsháttar rigning hafi verið með skúraskýjum (CB) í 1.700 fetum en hálftíma áður hafði þrumuský verið í nágrenni vallarins en vindur var þó hægur með 6 knútum á braut.

Þotan er eins og áður segir af gerðinni Boeing 737-500 og er hún 27 ára gömul. Þotan tilheyrir svokallaðri „Classic-útgáfu“ af Boeing 737 og kom 737-500 tegundin á markað árið 1987 en 389 eintök af þeirru þotu voru smíðuð fram til ársins 1990.

Frá blaðamannafundi sem fram fór í Pontianak skömmu eftir að flugvélin hvarf af ratsjá  fréttir af handahófi

Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að taka yfir stjórn Alitalia

23. febrúar 2021

|

Í þeim tilgangi að bjarga rekstri ítalska flugfélagsins Alitalia þá hefur Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, tilkynnt að ríkisstjórn landsins ætli að taka yfir stjórn flugfélagsins á næstunni.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Fór út af braut í lendingu og endaði á vindpokanum

18. mars 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Michigan í Bandaríkjunum er flugmaður á lítilli flugvél fór út af braut í lendingu og endaði á

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00