flugfréttir
Focus Aero Solutions fær leyfi til þjálfunar fyrir áhafnir
- Sjöunda leyfið sem er í gildi á Íslandi til þjálfunarfyrirtækis (ATO)

Þetta er sjöunda leyfið sem Focus Aero Solutions fær í hendur á Íslandi
Íslenska þjálfunarfyrirtækið (ATO) Focus Aero Solutions hefur fengið úthlutað leyfi frá Samgöngustofu er varðar þjálfun fyrir áhafnir og kemst fyrirtækið með því í hóp öflugustu þjálfunarstöðva landsins.
Leyfið sem Focus Aero Solutions fær í hendur frá Samgöngustofu er ellefta leyfið sem gefið er út hér á landi frá upphafi og það sjöunda sem er í gildi enn í dag til þess að annast þjálfun
flugáhafna fyrir fjölstjórnarflugvélar á borð við Boeing 737 og fljótlega mun fyrirtækið hefja þjálfun á Boeing 757 og 767.
Stefnt er á að fyrirtækið öðlist frekari réttindi til þjálfunar á fleiri Boeing þotum sem og flugvélum
í fjölskyldu Airbus en ATO leyfi hefur ekki verið gefið út af Samgöngustofu síðan 2016.
Focus sérhæfir sig í þjálfun flugmanna í gagnadrifinni flugþjálfun (Evidence Based Training - EBT) en sú
aðferð hefur rutt sér til rúms í flugheiminum að undanförnu og er hún innleidd af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) þó tiltölulega fá flugfélög
nýti sér aðferðina.
Nýjung sem þessi í þjálfun áhafna felst í áherslum sem eru sérsniðnar að skilgreindum veikleikum
og styrkleikum hvers flugfélags fyrir sig.
Þar að auki mun Focus bjóða upp á lausnir til hagræðingar sem stuðla að auknu öryggi í gegnum
regluvörslu og þjálfun starfsmanna flugfélaga innanlands sem utan.
Focus Aero Solutions var stofnað af þeim Arnari Jökli Agnarssyni, Arnari Má Baldvinssyni og Kára Kárasyni,
flugstjórum frá Icelandair og Margréti Hrefnu Pétursdóttur, flugöryggis- og gæðastjóra, starfi sem hún gegnir einnig hjá
flugfélaginu Play.
Starfsmenn Focus búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði flugsins og hafa verið í flugtengdum
þjálfunar- og rekstarhlutverkum áhafna undanfarin 15-20 ár hjá flugfélögum á borð við Air Atlanta, Ryanair, Icelandair,
WOW Air og Bláfugli.
Starfmenn Focus hafa einnig gengt hlutverkum innan Samgöngustofu, Flugmálastjórn Íslands og Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA).


1. nóvember 2020
|
Embraer hefur ákveðið að hraða þróun og framleiðslu á nýrri skrúfuþotu sem flugvélaframleiðandinn brasilíski telur að mikil eftirspurn verður fyrir þar sem flugfélög munu leita leiða til að draga úr

29. desember 2020
|
Lufthansa Cargo mun á næstunni fljúga síðasta fraktflugið með hinni þriggja hreyfla fraktþotu McDonnell Douglas MD-11 og lýkur þar með 22 ára sögu þotunnar í flota félagsins.

25. nóvember 2020
|
Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.