flugfréttir

Framleiðsla Dash 8-400 flugvélanna í óvissu

- De Havilland Canada gerir hlé á framleiðslunni síðar á þessu ári

12. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 10:02

Dash 8-400 flugvél í samsetningu í Toronto í Kanada

Kanadíski flugvélaframleiðandinn De Havilland Canada hefur tilkynnt að til standi að gera hlé á framleiðslu á farþegaflugvélum en í dag er Dash 8-400 eina flugvélategundin sem fyrirtækið framleiðir.

Fram kemur að hlé verði gert á samsetningu á Dash 8-400 í ár þegar búið verður að framleiða þær pantanir sem gerðar hafa verið en í augnablikinu er á áætlun að afhenda 17 slíkar flugvélar á þessu ári.

De Havilland Canada hefur sent birgjum og samstarfsaðilum skilaboð um að hætta að framleiða íhluti í Dash 8-400 vélarnar í bili til þess að koma í veg fyrir framleiðslu á flugvélum sem ekki er víst að verði keyptar.

Fyrirtækið tók yfir framleiðslunni á Dash 8-400 árið 2019 og hafa flugvélarnar verið framleiddar í verksmiðjum Bombardier í Toronto í Kanada og hefur fyrirtækið samning um að hafa aðstöðu í verksmiðjunum til ársins 2023.

Fram kemur að framtíð Dash 8-400 vélanna sé í óvissu þar sem aðeins er eftir að framleiða 17 til 19 flugvélar af þessari gerð en óþekktur viðskiptavinur hefur pantanir í tvær af þessum 19 flugvélum og er ekki víst hvort að þær vélar verði framleiddar.

Í dag eru um 325 Dash 8 flugvélar í geymslu vegna heimsfaraldursins en af þeim eru 186 af gerðinni Dash 8-400, 51 af gerðinni Dash 8-300, 25 af gerðinni Dash 8-200 og 63 af gerðinni Dash 8-100.

De Havilland Canada einblínir núna á að aðstoða viðskiptavini við að koma Dash 8 vélunum aftur í umferð og á meðan ástandið varir þá er lítil eftirspurn eftir nýjum Dash 8 flugvélum.  fréttir af handahófi

Boeing gæti misst pantanir í 118 Boeing 777X þotur

2. febrúar 2021

|

Svo gæti farið að Boeing eigi eftir að missa um þriðjung af öllum þeim pöntunum sem borist hafa í nýju Boeing 777X breiðþotuna þar sem flugvélaframleiðandinn hefur nú tilkynnt um enn aðra seinkunina

Boeing á að laga öll vandamál fyrst en ekki spá í nýrri þotu

23. febrúar 2021

|

Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, sem er ein stærsta flugvélaleiga heims, segir að Boeing eigi frekar að einblína á að ljúka við að lagfæra þau vandamál sem framleiðandinn er að glíma v

Tvær þotur flugu til rangs flugvallar í Zambíu sama daginn

5. apríl 2021

|

Fraktþota frá flugfélaginu Ethiopian Airlines lenti í gær á röngum flugvelli í Zambíu er flugvélin var að lenda eftir flug frá Addis Ababa í Eþíópíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air að missa trúna á sumrinu

16. apríl 2021

|

Jozef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segist hafa misst trúna á sumrinu 2021 og er ekki lengur eins bjartsýnn á að sumarið verði eins gott og hann var í fyrra þegar hann taldi að lágfargjaldafél

Nýir forstöðumenn hjá Isavia

16. apríl 2021

|

Isavia hefur tilkynnt um nýja forstöðumenn sem hafa verið ráðnir í stöður innan fyrirtækisins. Raquelita Rós Aguilar hefur verið ráðin forstöðumaður starfrænnar þróunar hjá Isavia en Raquelita er með

Þota frá Surinam Airways kyrrsett vegna skulda

16. apríl 2021

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 var í vikunni gerð upptæk af eigendum vélarinnar á flugvellinum í Miami vegna vangoldinna leigugjalda.

Rak stélið ofan í braut í flugtaki vegna mistaka í hleðsluáætlun

15. apríl 2021

|

Talið er að mistök við jafnvægisútreikninga á hleðsluáætlun er varðar þyngdardreifingu á farþegum og frakt hafi verið orsök alvarlegs atviks sem átti sér stað er Airbus A320 þota frá ítalska flugféla

Stefna á að Flybe muni fljúga á ný í sumar

15. apríl 2021

|

Breska fyrirtækið Thyme Opco hefur tilkynnt um að það hafi lokið við kaup á þrotabúi breska lágfargjaldaflugfélagsins Flybe og sé stefnt að því að Flybe muni hefja flug á ný í sumar.

Qantas ætlar að fljúga öllum risaþotunum aftur

14. apríl 2021

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas, segir að flugfélagið ástralska sé staðráðið í að fljúga öllum Airbus A380 risaþotunum aftur á nýjan leik eftir heimsfaraldurinn.

Qantas staðráðið í að hefja millilandaflug að nýju í haust

13. apríl 2021

|

Ástralska flugfélagið Qantas er staðráðið í að hefja millilandaflug á ný að fullum krafti síðar á þessu ári þrátt fyrir að tafir hafi orðið á bólusetningu í Ástralíu.

Farþegar höfða mál í kjölfar bilunar í hreyfli hjá United

13. apríl 2021

|

Nokkrir farþegar hafa leitað réttar síns eftir að hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þeir voru um borð í Boeing 777 þotu frá United Airlines þegar upp kom sprenging í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu

TAROM setur helming flugflotans á sölu

13. apríl 2021

|

Rúmenska flugfélagið TAROM hefur ákveðið að setja á sölu allar þær Airbus A318 þotur sem félagið hefur en TAROM er eitt af þeim örfáu flugfélögum í heiminum sem hefur ennþá þessa minnstu farþegaþotu,

Banna flug sem tekur minna en tvo og hálfan tíma með lest

12. apríl 2021

|

Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt í atkvæðagreiðslu tillögu um reglugerð sem bannar flugferðir í innanlandsflugi í Frakklandi sem farþegar geta ferðast með lestum ef lestarferðin tekur styttri tí

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00