flugfréttir

Norwegian kveður Atlantshafið

- Ætla að einblína á flug innan Evrópu - Flotinn fer úr 140 þotum niður í 50

14. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 18:14

Norwegian ætlar ekki að byrja aftur að fljúga langflug eins og félagið hafði gert frá árinu 2013

Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að draga sig af markaðnum er kemur að flugi yfir Atlantshafið og hætta við öll áform um áframhaldandi flug milli Evrópu og Norður-Ameríku auk þess sem flug til Asíu og Karíbahafsins verður ekki tekið upp að nýju.

Þess í stað ætlar félagið að einblína á áætlunarflug innan Evrópu en áætlunarflug Norwegian yfir Atlantshafið var farið að ganga mjög erfiðlega töluvert áður en heimsfaraldurinn kom upp.

Með þessu mun flugfloti Norwegian dragast saman úr 140 þotum niður í aðeins 50 þotur á þessu ári og verða því eingöngu minni farþegaþotur í rekstri félagsins og engar breiðþotur en félagið stefnir á að flugflotinn verði komin í 70 þotur árið 2022.

Flugu fyrsta lágfargjaldaflugið í langflugi árið 2013

Langflugsstarfsemi félagsins var rekin undir nafninu Norwegian Long Haul og flaug félagið meðal annars til Bangkok, Púertó Ríkó og til Jómfrúareyja með Dreamliner-þotum auk þess sem áfangastaðir félagsins í Bandaríkjunum voru 13 talsins þegar mest var.

Talið er að brotthvarf Norwegian af markaðnum yfir Atlantshafið eigi eftir að draga úr samkeppninni meðal annarra flugfélaga þegar flug hefst að nýju af fullum krafti milli Evrópu og Bandaríkjanna

Jacob Schram, framkvæmdarstjóri Norwegian, segir að flugið innan Evrópu hafi ætíð verið aðalburðarstólpinn í rekstri félagsins og sér hann ekki fram á að ástandið eigi eftir að lagast í fluginu yfir Atlantshafið nærri því strax.

Norwegian byrjaði að fljúga yfir Atlantshafið árið 2013 og var fyrsta lágfargjaldaflugið vestur um hafi farið þann 30. maí það árið sem var flug frá Osló og Stokkhólmi til New York og skömmu síðar byrjaði félagið að fljúga langflug til Asíu og var Bangkok fyrsti áfangastaðurinn í álfunni.  fréttir af handahófi

Íhuga alsherjarbann við öllu flugi til og frá Þýskalandi

26. janúar 2021

|

Ríkisstjórn Þýskalands er sögð vera að íhuga að setja alsherjarbann á allar flugsamgöngur til og frá Þýskalandi til þess að sporna við útbreiðslu af nýju afbrigði af kórónaveirunni en fjöldi smita fe

Tvö ný flugfélög að hefja starfsemi í Suður-Kóreu

3. febrúar 2021

|

Tvö ný flugfélög eru við það að hefja starfsemi sína í Suður-Kóreu og munu félögin hefja sín fyrstu áætlunarflug innan tíðar.

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00