flugfréttir

Flugvarpið: Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair

14. janúar 2021

|

Frétt skrifuð kl. 21:01

Linda Gunnarsdóttir er gestur Jóhanessar Bjarna Guðmundssonar í fimmtánda þætti Flugvarpsins

Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki gæfuríkt ár í flugheiminum.

Eins og hjá öðrum flugfélögum þá hefur rekstur félagsins orðið fyrir gríðarlegum áhrifum vegna heimsfaraldursins en þó hefur Icelandair staðið í ýmsum verkefnum þrátt fyrir að almennt áætlunarflug hafi verið í lágmarki.

Linda fer út um víðan völl í viðtalinu hjá Jóhannesi Bjarna Guðmundssyni í Flugvarpinu og rekur meðal annars upphaf ársins 2020 sem virtist ætla að byrja þokkalega þar til í ljós kom að útbreiðsla kórónuveirunnar var farin að hafa víðtæk áhrif á rekstur flugfélaga um allan heim og var Ísland þar alls engin untantekning.

Þá er komið inn á undirbúning fyrir innleiðingu Boeing 737 MAX þotnanna eftir kyrrsetningu, þau fraktflugsverkefni sem Icelandair tók að sér á árinu með reglubundnu fraktflugi til Kína og þau ólíku verkefni sem starfsmenn Icelandair hafa tekið að sér í heimsfaraldrinum en á meðan mikið hefur verið að gera í sumum deildum þá hefur lítið verið að gera hjá öðrum starfsmönnum og þar á meðal flugmönnum sem flestum hefur verið sagt upp á meðan á ástandinu varir.

Linda hefur starfað í fluginu í yfir 25 ár en hún hóf flugnám snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hóf sinn starfsferil sem flugmaður árið 1993 hjá Íslandsflugi og tveimur árum síðar var hún ráðin til Flugfélags Íslands þar sem hún flaug Fokker 50 flugvélum en árið 1997 byrjaði hún í millilandafluginu og þá fyrst á Boeing 737-400 og síðar Boeing 757.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni með því að smella á þessa slóð en þess má geta að nýjasti þáttur Flugvarpsins kom út í gær þar sem rætt er við Sigurlaugu Halldórsdóttur flugfreyju um starf flugfreyjunnar og þau ævintýri sem fylgja starfinu.  fréttir af handahófi

Bandaríkin setja Comac á svartan lista

15. janúar 2021

|

Bandarísk stjórnvöld hafa sett kínverska flugvélarframleiðandann Comac á svartan lista yfir þau kínversku kommúnistafyrirtæki sem standa í hernaðariðnaði.

Hafa fjármagn til þess að þrauka í 4 mánuði til viðbótar

12. janúar 2021

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

Bandaríkin setja Comac á svartan lista

15. janúar 2021

|

Bandarísk stjórnvöld hafa sett kínverska flugvélarframleiðandann Comac á svartan lista yfir þau kínversku kommúnistafyrirtæki sem standa í hernaðariðnaði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta flug Singapore Airlines með Boeing 737 í 25 ár

5. mars 2021

|

Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

Norwegian hættir við 737 MAX

4. mars 2021

|

Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

Versta ár í sögu Lufthansa

4. mars 2021

|

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

Flyr undirbýr sig fyrir samkeppni í Noregi

3. mars 2021

|

Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

Austrian finnur kaupanda að þremur Boeing 767 þotum

3. mars 2021

|

Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

Konum í flugnámi fer fjölgandi

2. mars 2021

|

Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

Sérstök viðurkenning fyrir hreinlæti á Covid-tímum

2. mars 2021

|

Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

United pantar 25 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

1. mars 2021

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.

Köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa á Boeing 737 þotu

1. mars 2021

|

Þota af gerðinni Boeing 737 þurfti að snúa við til Khartoum í Súdan í seinustu viku eftir að köttur réðst á flugstjóra í stjórnklefa vélarinnar skömmu eftir flugtak.

Kínverjar ekki tilbúnir að leyfa 737 MAX að fljúga strax

1. mars 2021

|

Flugmálayfirvöld í Kína eru ekki tilbúin til þess að gefa út vottun strax fyrir Boeing 737 MAX þoturnar og aflétta flugbanni vélanna þar í landi.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00