flugfréttir
Nota skrúfuþotur á flestum flugleiðum í stað þotna

Dash 8-400 flugvél frá Croatia Airlines
Flugfélagið Croatia Airlines er farið að notast að mestu leyti við skrúfuþotur í rekstri sínum þessa daganna á meðan eftirspurn eftir flugi er í lágmarki vegna heimsfaraldursins.
Flugfélagið króatíska segir að í janúar verði um 71% af öllu áætlunarflugi flogið með Dash 8-400 flugvélum sem samsvarar
486 flugferðum á meðan 29 prósent er flogið með þotum á borð við Airbus A319 og A320 sem jafngildir 189 flugferðum í þessum
mánuði.
Einu áfangastaðirnir sem Croatia Airlines flýgur til í dag með þotum eru London Heathrow, Brussel og Frankfurt en til allra annarra
áfangastaða í leiðarkerfinu er flogið með Dash 8-400 vélunum.
Croatia Airlines hefur sex Dash 8-400 flugvélar í flotanum og gerir félagið ráð fyrir að nota þær að mestu á fyrri árshelmingi
þessa árs en notkunin á Dash 8-400 náði hámarki í nóvember þegar 80% af öllum ferðum voru farnar með þeirri
flugvélartegund.


7. janúar 2021
|
Korean Air hefur fengið formlegt leyfi frá hluthöfum fyrir kaupum og yfirtöku á flugfélaginu Asiana Airlines en með samrunanum verður til eitt stærsta flugfélag Asíu.

26. janúar 2021
|
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air stefnir á að hefja flug frá Osló til enn fleiri áfangastaða í Evrópu á þessu ári þrátt fyrir óánægju meðal nokkurra þingflokka á norska þinginu sem hafa fordæmt

29. desember 2020
|
Á fjórða tímanum í dag hóf sig á loft fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX þotunum í Bandaríkjunum eftir 20 mánaða hlé.

5. mars 2021
|
Singapore Airlines hefur hafið aftur áætlunarflug með Boeing 737 þotum eftir 25 ára hlé en félagið hefur eingöngu verið með stórar breiðþotur í flota sínum sl. ár.

4. mars 2021
|
Norska lágfargjaldarfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta alfarið með Boeing 737 MAX þoturnar og halda sig einungis við Boeing 737-800.

4. mars 2021
|
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aldrei í 68 ára sögu flugfélagsins orðið fyrir eins miklu tekjutapi líkt og í fyrra en Lufthansa Group tilkynnti í morgun afkomu fyrirtækisins fyrir árið 2020.

3. mars 2021
|
Nýja norska sprotaflugfélaginu Flyr hefur tekist að safna um 8.8 milljörðum króna í stofnfé eftir hlutafjárútboð sem fram fór í Ósló og stefnir félagið á að hefja farþegaflug í sumar.

3. mars 2021
|
Austurríska flugfélaginu Austrian Airlines hefur tekist að finna kaupanda að þeim þremur Boeing 767-300ER breiðþotum sem félagið hefur reynt að selja.

2. mars 2021
|
Nemendum við Flugakademíu Íslands fer enn fjölgandi en 268 nemendur stunda nú nám við skólann. Þar af leggja flestir stund á atvinnuflugmannsnám eða 231. Fjórðungur nemenda skólans eru konur en hefur

2. mars 2021
|
Keflavíkurflugvöllur er í hópi með 15 öðrum flugvöllum í Evrópu sem hljóta sérstaka viðurkenningu Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI) fyrir hreinlæti á síðasta ári.

1. mars 2021
|
Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn nýja pöntun til Boeing í 25 farþegaþotur til viðbótar af gerðinni Boeing 737 MAX.